is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42301

Titill: 
  • Hugardans, hvað gerist ef við setjum hreyfingu sem er byggð á hreyfiþroskamynstrum barna inn í kennslustofuna?
  • Titill er á ensku BrainDance, what happens if we apply movements based on the fundamental movement patterns in the classroom
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvað gerist ef við setjum hreyfingu sem er byggð á hreyfiþroskamynstrum barna inn í kennslustofuna? Notast var við kennsluaðferðina Brain-compatible dance education frá Anne Green Gilbert til að leitast við að svara rannsóknarspurningunni. Kennsluaðferðin snýst um að skapa námsumhverfi þar sem heilinn getur, vill og er tilbúinn til að læra, m.a. með því að nota BrainDance, eða hugardans. Hugardans er byggður á átta hreyfimynstrum sem barnið fer í gegnum fyrsta æviárið. Rannsóknin fór fram í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á haustönn 2021. Á hverjum degi, í um það bil 3 - 7 mínútur, gerðu nemendur hugardansinn undir leiðsögn umsjónarkennara. Þátttakendur voru 52 nemendur í 1., 3. og 5. bekk ásamt umsjónarkennurum. Í hverri viku fengu kennarar nýja nálgun um hvernig ætti að gera hugardansinn út frá dansþemum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem rannsakandi kom í heimsókn tvisvar sinnum í viku á tímabilinu, hélt rannsóknardagbók, tók viðtöl við kennara, átti samtöl við nemendur, lagði fyrir spurningalista ásamt því að taka upp myndbandsbrot af nemendum að gera hugardansinn til greiningar. Niðurstöðurnar benda til þess að hugardansinn bjóði upp á tækifæri í skólastarfi. Þær gefa til kynna að skólaumhverfið hafi rými og stund til að gera hugardansinn, kennarar geti leitt hann og hægt sé að nýta hreyfingu inni í kennslustofunni í meira mæli en nú er. Nemendur voru almennt jákvæðir og virkir. Þeir fundu fyrir breytingum eftir að hafa gert hugardansinn, nokkrir fundu fyrir þreytu en flestir nefndu breytingar í formi aukinnar orku og einbeitingar, vellíðan og ró, sem og aukið sjálfstraust, atriði sem geta haft jákvæð áhrif á frekari námsframvindu nemenda. Kennarar öðluðust ný verkfæri til að beita í kennslu og nemendur verkfæri sem nýtast bæði innan og utan kennslustofunnar.

  • Útdráttur er á ensku

    What happens if we apply movements based on the fundamental movement patterns in the classroom? In this research, Brain-compatible dance education, developed by Anne Green Gilbert, was used to answer the research question. Brain-compatible dance education is about creating an environment in which the brain is ready, willing and able to learn. BrainDance is one aspect of Gilbert’s pedagogy and is based on the fundamental movement patterns that babies move through in their first year of life. During the autumn semester of 2021, students in one primary school in the Reykjavik capital area performed BrainDance under the guidance of a supervising teacher for 3 - 7 minutes daily. A total of 52 students in 1st, 3rd and 5th grade along with their supervising teachers participated. Teachers received updated worksheets weekly where the emphasis and vocabulary was adjusted within the dance themes. Data was collected via classroom visits twice a week during the period using a qualitative research method. Materials included a research diary, interviews with teachers, conversations with students, questionnaires for 5th grade students and video recordings of students performing BrainDance. The data suggests that BrainDance offers important opportunities in the school setting. Data further suggests that students experienced increased energy, concentration, well-being, and calmness, while some noted increased fatigue after the practice. The results indicate that exercises based on development movement patterns, such as BrainDance, can influence and increase well-being, energy and concentration, which could help students' receptiveness to further learning.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugardans_ritgerð.pdf5.56 MBLokaður til...10.06.2027HeildartextiPDF
Hugardans_viðauki.pdf5.9 MBLokaður til...10.06.2027ViðaukiPDF