Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42302
Á árunum 2005-2007 fór fram einn merkasti atburður í leiklistarsögu íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða háðsádeilugjörning Silvíu Nætur, sem tókst með aðdáunarverðum hætti að innlima alla þjóðina í einn allsherjar ærslaleik sem einkenndist af miklum skrípalátum og hamagangi. Silvía Nótt náði að valda umtalsverðum samfélagsusla hérlendis og seinna erlendis þegar hún var kjörin fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða (Eurovison) árið 2006. Skrípaleikurinn heltók þjóðina og tókst að gera hana alla að gagnvirkum þátttakanda í allsherjar leikriti um allt og ekkert. Í þessari ritgerð er póstmódernískum fræðikenningum beitt til að kryfja performansinn og þær látnar varpa ljósi á ringulreiðina sem einkenndi nýjan, hnattvæddan heim í upphafi 21. aldar. Til þess er að mestu stuðst við fræðikenningar frönsku heimspekinganna Jean-François Lyotard og Jean Baudrillard. Í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig gjörningur Silvíu Nætur endurspeglar tíðaranda sinn í alþjóðlegu samhengi og í takt við tíðaranda nútímans, þ.e. póstmódernískt menningarástand, en jafnframt er hún skoðuð í þjóðlegu samhengi og í takt við tíðarhætti Íslendinga í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Í þeim efnum verður hulunni svipt af (veruleika)firrtu viðhorfi Íslendinga í góðærinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Til_hamingju_Island!.pdf | 559,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |