Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42304
Í þessari ritgerð fjalla ég um mína listsköpun og þrá mína til að tengjast. Í því skyni fjalla ég um tvö verk eftir sjálfa mig en út frá þeim munu sjónir mínar beinast að hugtökum eins og feminísku umhyggjusiðferði (e. feminist ethic of care), umhverfisfemínisma (e. eco-feminism), vatnafemínisma (e. hydro-feminism), sálarlandafræði (e. psychogeography), skynspeki (e. aesthetics) og stemningafræði (e. atmospheric aesthetics). Út frá þessum hugtökum skoða ég kynni mín á hugmyndum Carol Gilligan, Astrida Neimanis og Tonino Griffero og fleiri sem hafa veitt mér innblástur, en þar verður samstarf mitt við listakonuna Brák Jónsdóttur efst á baugi. Ég tæpi á verkum annarra listamanna svo sem Doddu Maggýjar og Ásdísar Sifjar Jónsdóttur. Ég set áðurnefnd hugtök í samhengi við mína listsköpun og hvernig ást, nánd og djúpur vinskapur eiga þar hlut að máli, ekki síst út frá gríska hugtakinu fílía (e. phila).
In this essay, I will examine my art practice and my desire to connect. I will focus on two works of mine, drawing conclusions from frameworks such as feminist ethics of care, eco-feminism, hydro-feminism, psychogeography, aesthetics, and atmospheric aesthetics. With these frameworks in mind, I take a look at my encounters with the ideas of Carol Gilligan, Astrida Neimanis, Tonino Griffero, and others that have inspired me, with special emphasis on my fruitful collaboration with the artist Brák Jónsdóttir. Other great sources of inspiration are the work of artists Dodda Maggý and Ásdís Sif Gunnarsdóttir and I will account for their influence. I aim to put the aforementioned frameworks in context with my own practice of how love, intimacy, and deep friendship connects to everything - keeping the Greek word philia in mind.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_Dúfa.pdf | 8.77 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |