is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42306

Titill: 
  • Íþróttalist: Samspil íþrótta og lista á grunnskólastigi
  • Sportsart: An Interplay of Sports and Arts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íþróttalist er nýsköpunarverkefni inni í íslensku skólakerfi. Í verkefninu er lagt upp með að mynda hugrenningatengsl milli íþrótta og lista með það að markmiði að uppræta aðgreiningu þessara tveggja heilsueflandi faga. Í íþróttalist er gengið út frá því að dýpri skilningur á eigin möguleikum, samspili líkamlegs atgervis og sköpunarkrafts og kennsla á jafningjagrundvelli séu leiðir að sjálfsþekkingu og sjálfstyrkingu þar sem nemendur geti tileinkað sér aðferðir listsköpunar í hvaða aðstæðum sem er, einnig í samhengi við íþróttir og hreyfingu. Rannsóknin felur í sér tilraunakennslu til þróunar á kennsluháttum og námsefni fyrir íþróttalist. Til grundvallar rannsókninni lágu drög að námsefni sem skrifuð voru sumarið 2021 og áður en rannsóknin hófst voru þau þróuð áfram fyrir tilraunakennslu. Fyrir liggja kennsluáætlanir með leiðbeiningum um námsmat og greining á tilraunakennslu efnisins. Áhersla var lögð á upplifun nemenda í kennslunni. Verkefni voru lögð fyrir en gert var ráð fyrir að nemendur hefðu rými til að nálgast verkefnin á eigin forsendum og gera þau að sínum. Niðurstöður byggja á athugunum í kennslustundum, samtali við nemendur í lok hverrar kennslustundar, sjálfsmati og rýnihópsviðtölum við nemendur. Rannsóknin gefur vísbendingar um að kennsluhættir íþróttalistar geti verið aðferð nemenda til sjálfstyrkingar og til að efla líkamsvitund, og að íþróttalist kunni að vera leið til að opna huga nemenda fyrir því að tjáning og sköpun geta átt sér stað hvar sem er og hvenær sem er. Íþróttalist er kynnt til leiks sem aðferð til tjáningar gegnum sköpun og fágaða líkamsvitund. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að íþróttalist geti verið leið að þessu markmiði, og að hún eigi erindi inn í skólakerfið á þeim forsendum.

  • Sportsart is an innovative project within the Icelandic education system. The project’s aim is to create a conceptual connection between the arts and sport in order to bridge the divide between these two subjects, both of which support health and well-being. Sportsart departs from the central tenet that a deeper understanding of one’s potential, the interplay between physical comportment and creativity, and equality-based teaching are paths to greater self-knowledge and empowerment. Through this departure, students can adopt the methods of artistic creation in any context, including sports and exercise. The project is based on pilot lessons intended to develop teaching methods and study materials for Sportsart. The ensuing study is based on lesson plan outlines developed during the summer of 2021, which were then developed into pilot lessons before the project began. The result is a detailed teaching plan with guidance on assessment objectives as well as analysis of the pilot lessons. Emphasis was placed on assignments which were designed to elicit feedback on students’ experience of the lessons. The design encouraged students to approach the assignments on their own terms and make them their own. The results are based on observations during lessons, conversations with students at the end of each lesson, self-assessment and focus group interviews. The study indicates that Sportsart can be an effective method for empowerment and greater awareness of the body. Indeed, it seems that Sportsart can open students’ minds to the fact that expression and creation can happen anytime and anywhere. Sportsart is thus introduced as a method for expression through creativity and sophisticated awareness of the body. The results indicate that Sportsart can be a means to this objective and, on that premise, has a role to play in the education system.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2022-06-10_MA-LHI_KAS_Ithrottalist_RC2.pdf77,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna