is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42314

Titill: 
  • Hversdagslegur ævintýraheimur : órökrétt listsköpun með tilfinningalegt gildi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um mína eigin listsköpun í samhengi við ákveðna þætti myndlistarsögunnar, þroska barna, bókmenntir og hversdagsleikann. Ég mun leitast við að finna tengingu milli minna verka og ofangreindra þátta og einnig verka annarra listamanna. Lykilhugtök sem ég fjalla um og nota til að greina mína listsköpun eru ,,flótti frá raunveruleikanum“, ,,órökrétt trú“, ,,barnasögur og ævintýri“, ,,barnateikningar“ og ,,hversdagsleikinn“. Öll þessi hugtök tengjast en naíft listaverk getur til að mynda sýnt hversdagsleg fyrirbæri á órökréttan og óraunverulegan hátt. Það sýnir einhvern ævintýralegan heim þar sem hlutföll eru ekki rétt og litir valdir eftir tilfinningu en ekki rökum en það sjáum við í teikningum barna. Sören Kierkegaard hefur sett fram kenningar um órökrétta trú og hvernig hversdagsleikinn verður fyrir áhrifum hennar en ég mun nýta mér þær kenningar. Ég fjalla um sögu naífismans og hvernig verk næfra listamanna geta tekið okkur frá raunveruleikanum með sterkri og einlægri tjáningu. Ég spegla sjálfa mig við list næfra og kem inn á hvernig ég sé sjálfa mig í því samhengi.
    Ég fjalla síðan um barnasögur og ævintýri og fer einnig út í myndlist barna og hvernig hún hefur áhrif á þroska þeirra. Að lokum fjalla ég um hversdagsleikann og hvernig hann hefur áhrif á mína list. Ég beini þá sjónum að kenningum Michel de Certeau um hversdagsleikann og þá sérstaklega að rýmum og hvað skilgreinir þau.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hversdagslegur ævintýraheimur - órökrétt listsköpun með tilfinningalegt gildi.pdf996.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna