Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4232
Þróun vinnumenningar og breytt form vinnu hefur haft talsverð áhrif, einkum er varðar fjölskyldulíf og atvinnuhætti hér á landi sem og annars staðar. Aukin atvinnuþátttaka kvenna hafði í för með sér að nú er yfirleitt um tvær fyrirvinnur að ræða á mörgum heimilum. Samræming fjölskyldulífs og atvinnu hefur verið vaxandi verkefni í kjölfar aukinnar atvinnuþátttöku kvenna, breytinga á vinnumenningu og breytinga á hlutverkum kynjanna. Í þessari ritgerð er gerð fræðileg úttekt á stöðu þekkingar um samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu og fjölskylduvænum starfsmannastefnum fyrirtækja. Rannsóknir hafa m.a sýnt að þær breytingar sem orðið hafa á fjölskyldunni og atvinnulífinu hafa ekki farið fram með sama hraða sem hefur myndað misræmi. Það er ýmislegt sem setur fólki skorður við þessa samræmingu en fjölskylduvæn starfsmannastefna fyrirtækja getur stuðlað að auknum lífsgæðum starfsmanna. Margt bendir til þess að viðhorf stjórnenda og starfsmanna skipti meira máli hvað varðar samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu heldur en skrifleg, opinber eða yfirlýst fjölskylduvæn starfsmannastefna. Nýting fjölskylduvænnar starfsmannastefnu byggir á vinnumenningu, ríkjandi gildum, hugmyndum um kynhlutverk og stöðu jafnréttismála á hverjum stað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerð í fél pdf_fixed.pdf | 329.11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |