is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42326

Titill: 
  • Eigin myndlist og listhugsun : minni, tími og náttúra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um eigin myndlist og hvernig minnið, tíminn og náttúran hafa spilað lykilhlutverk í verkum mínum og haft áhrif á þau, m.a. með notkun óhefðbundinna miðla eins og lykt. Þá velti ég upp tengslum myndlistar minnar við aðra listamenn sem hafa unnið með svipað efni og ég og hvernig hugmyndafræði okkar getur skarast. Listasagan og ýmsar listastefnur eru einnig til umfjöllunar og fjalla ég sérstaklega um listastefnurnar Flúxus og hugmyndalist og hvernig þær tengjast verkum mínum. Í ritgerðinni túlka ég nánar tilurð og tilgang verka minna með aðstoð heimspekilegra kenninga, meðal annars út frá sjónarhorni hlutmiðaðrar verufræði (e. Object Oriented Ontology). Þá skoða ég einnig kenningar heimspekingsins Henri Bergson um það hvernig við myndum tengingar við orð og kanna þær kenningar í samanburði við ákveðin verk. Markmið þessarar ritgerðar er að kafa enn dýpra í eigin verk og ferli þeirra en ég hef gert áður til þess að skilgreina listhugsun mína og hvert ég sæki innblásturinn að verkum mínum. Í ritgerðinni nota ég enn fremur heimspekina og nálganir annarra listamanna til að kanna frá ýmsum sjónarhornum hvernig tíminn hefur áhrif á verkin mín, þátttakendur og áhorfendur. Þá fjalla ég um hvernig gamlar hefðir og þjóðsögur hafa verið mér innblástur í listsköpun minni og hvernig ég nýti þær í verkum mínum. Í lokin dreg ég saman hvernig ég hef skapað nýjar tengingar og merkingar úr verkunum mínum, sem hvetur mig áfram á bæði nýjar og gamalkunnugar slóðir í listsköpun minni.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eigin myndlist og listhugsun_ElísabetKolbráÚlfarsdóttir.pdf31,87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna