Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42331
Flestir upplifa ákveðna tilfinningu þegar þeir virða fyrir sér fegurð, til dæmis í listum og í náttúru. Flestir eiga þó erfitt með að útskýra þessa upplifun. Hvers vegna á fólk erfitt með að útskýra hver upplifun fegurðar er? Til að leita svara við þessari spurningu er vert að skoða hugtakið fagurfræði. Hugtakið beinist að eiginleikum fegurðar í fræðilegum skilningi. Fegurðarhugtakið hefur valdið heimspekingum miklu hugarangri. Erfitt virðist vera að skilja það á milli hins hlutlæga og hins huglæga þáttar. Komið verður að því hvernig fagurfræði varð jaðarsett og smættuð niður í útlitsdýrkun. Viðfangsefnið afmarkast að mestu við athugun á því hvernig upplifun fólks á fegurð er mynduð út frá samfélagslegum viðmiðum hverju sinni. Skoðað verður hvort fegurð hafi raunverulegt gildi, viðhorf til fegurðar og fegurðarviðmið. Neikvæð áhrif fegurðar verða einnig skoðuð svo sem útlitsdýrkun, aldursfordómar og lágt sjálfsálit. Fólk er upptekið af útliti sínu og viðhorfi annarra. Fólk er sífellt að bera sig saman við aðra og óraunhæf fegurðarviðmið. Í aldanna rás hefur maðurinn notað ýmsar aðferðir til fegra sig. Með tímanum hafa ástæður og aðferðir fegrunar breyst. Tískubylgjur segja til um það hvernig förðun skuli vera notuð að hverju sinni. Með tilkomu alþjóðavæðingar og tækniframfara varð gríðarlegur vöxtur í snyrtivöruiðnaðinum. Fegurð var orðin að verslunarvöru. Fyrirtæki kepptust við að auglýsa snyrtivörur sem áttu að geta falið ófullkomleika og aukið fegurð manna. Andúð í garð snyrtivara hefur sprottið upp í gegnum tíðina. Í ritum frumkristinna manna er skrifað um snyrtivörur í mótmælaskyni. Í samtímanum hafa femínistar reynt að varpa ljósi á stöðu kvenna innan samfélagsins og á valdbeitingartæki feðraveldisins. Þrátt fyrir reglulega andstöðu hafa snyrtivörur öðlast fastan sess í daglegum athöfnum manna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Emma Kristina - Fegurð í tímans rás:BA.pdf | 511,53 kB | Lokaður til...01.06.2142 | Heildartexti |