Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42339
Í ritgerðinni, Að umorða tímann, fjallar Victoria Björk Ferrell um hugmyndir sem liggja að baki eigin listsköpun. Hún setur listhugsun sína í fjölbreytt heimspekilegt samhengi, þar sem gegnumgangandi stef er skynjun og skilningur á raunveruleika og eigin athöfnum sem afmarkaðar eru í tímanlegum ferlum. Kerfi eru til umfjöllunar sem og stýrifræði (e.Cybernetics) og hlutmiðuð verufræði (e.Object-oriented ontology) út frá kenningum fræðimanna eins og James Lovelock, Graham Harman og fl. Victoria veltir fyrir sér tilurð verka sinna, hvað það er sem kveikir hugmyndir hjá henni, hver líftími verka er og forgengileika. Í þessu samhengi fjallar hún um listamenn eins og Hans Haacke, Giuseppe Penone, Wolfgang Laib og Guðrúnu Hrönn Magnúsdóttir og fl.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_GREINARGERD+RITGERD_Victoria.pdf | 2.66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |