is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42351

Titill: 
  • Handan við hornið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoðar höfundur möguleika myndlistar til þess að vekja meðvitund um hvernig viðhorf okkar og eiginleikar í umhverfi okkar og miðlum geta takmarkað eða stýrt skynjun okkar og reynslu. Með því að horfast í augu við það hvernig þessi öfl geta þrengt sýn okkar á heiminn er hægt að uppgötva nýjar leiðir til skynjunar. Myndlistarmenn geta skapað aðstæður sem bjaga og snúa út úr miðlunum og neyða okkur þannig til þess að endurskoða hvernig við sjáum og túlkum. Ritgerðinni er skipt niður í þrjá kafla. Í fyrsta kafla eru samtímaviðhorf gagnvart ljósmyndum skoðuð og samfélagsleg áhrif fjölmiðla reifuð út frá hugmyndum Walter Benjamin og Marshall McLuhan. Í öðrum kafla er farið yfir sjónarhorn í víðum skilningi út frá kenningum Maurice Merleau-Ponty og í þriðja kafla fjalla ég um hlutverk römmunar í myndlist og arkitektúr sem leið til að veita hlutum athygli en á sama tíma taka þá úr samhengi og skoða í nýju samhengi. Í hverjum kafla mun ég skoða umfjöllunarefnið út frá minni listsköpun og verk eftir aðra listamenn í von um að sýna hvernig útúrsnúningur á miðlum og á skynjun okkar getur vakið umhugsun um okkar sýn á heiminn og þannig opnað á nýjar leiðir til sköpunar og til að sjá heiminn.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnkell_Tumi_BA_2022.pdf23.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna