Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42353
Hversdagsleikinn umlykur okkur og hverfur frá okkur, hann er ósýnilegur og lætur okkur leiðast. Það er hlutverk listarinnar að gera hann sýnilegan og þar með opna fyrir ævintýrin sem hann hefur upp á að bjóða. Í þessum skrifum rannsaka ég hvernig súrréalistar sjá undrið í hversdagsleikanum, hvernig þeir finna það með sjálfráðum skrifum og klippimyndum ólíkra hluta sem setur hversdagsleikann í nýtt samhengi. Ég skoða meðal annars hvernig listamenn eins og Loji Höskuldsson og Caroline Walker segja mismunandi sögur í gegnum hversdagsleikann og hvernig Pétur Gunnarsson fangar hann með skrifum sínum. Með það allt að leiðarljósi leitast ég til þess að útskýra mínar eigin aðferðir og hugsanir sem ég nýti í listsköpun mína. Hvernig hversdagsleikinn er nátengdur núinu og sjálfinu og hvernig samspil orða og mynda opna nýja heima upplýsinga sem nýta má til að útskýra hann. Hvernig dagbókarformið sé hin fullkomna lausn á framsetningu hversdagsleikans og út frá því hvernig uppljóstrun sjálfsins stuðlar að mannlegum samskiptum og djúpum tengslum. Það eru því rök mín að öll þessi undur hversdagsleikans fá að njóta sín best í heimi listarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ba-andreav.pdf | 3.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |