en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4236

Title: 
  • is Hversu Evrópuvædd eru íslensk sveitarfélög
Abstract: 
  • is

    Markmið með þessari rannsókn er að skoða Evrópuvæðingu íslenskra sveitarfélaga. Byrjað er á að skoða hvaða hlutverki sveitarfélög gegna í íslenskri stjórnsýslu, löggjöf ESB er skýrð og EES-samningurinn kynntur. Þetta er gert til að glöggva sig á skyldum sveitarfélaga gagnvart EES-samningnum. Síðan er skoðað hvaða áhrif tvær ólíkar löggjafir ESB hafa á starfsemi sveitarfélaga. Annars vegar reglugerð (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla, hins vegar rammalöggjöf nr. 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang. Út frá þessu er dregin ályktun hvort þessar löggjafir hafi áhrif á Evrópuvæðingu íslenskra sveitarfélaga.
    Megin niðurstöður eru að þessar löggjafir hafa allnokkur áhrif á starfsemi íslenskra sveitarfélaga. Þar af leiðandi hafa þær einnig allnokkur áhrif á Evrópuvæðingu þeirra. Reglugerð (EB) nr. 178/2002 hefur þau áhrif á íslensk sveitarfélög að verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga minnka að einhverju leyti í það minnsta breytast með hinni nýju íslensku matvælalöggjöf. Áhrif af rammalöggjöf 2002/96/EB eru þau að sveitarfélög þurfa að leggja fram gámastæði fyrir skilakerfi en einnig að upplýsa neytendur um hvernig ber að flokka og skila úrgangi.

Accepted: 
  • Jan 8, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4236


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
1_fixed.pdf589.75 kBOpenHeildartextiPDFView/Open