is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42363

Titill: 
 • Hamlet
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ávarp fagstjóra
  Útskriftarárgangur leikarabrautar við LHÍ árið 2022 hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni skólagöngu. Á miðri vorönn 2020, á fyrsta ári þeirra, var öllu skellt í lás og allir sendir heim til að stunda sitt nám fyrir framan tölvuskjái. Þó það tímabil hafi nú ekki staðið lengi, hefur nám þeirra einkennst af nálægðarmörkum, grímuskyldu og fjöldatakmörkunum. Kannski ekki kjöraðstæður fyrir nám sem leggur ríka áherslu á nánd, hlustun og stefnumót við áhorfendur. Og auðvitað var það erfitt. En þessi árgangur hefur aldeilis ekki látið það stoppa sig. Með þrautseigju, útsjónarsemi, og með sprúðlandi sköpunarkraft að leiðarljósi hafa þessir nemendur lagt elju og metnað í öll verkefni sem þau hafa tekið þátt í og sú vinna er nú aldeilis að skila sér. Þau hafa sýnt mér undanfarin ár að þau eru hæfileikabúnt og framúrskarandi listamenn,bæði hvert fyrir sig og saman sem hópur. Ég verð að segja að ég er gríðarlega stoltur að kynna ykkur fyrir þessu unga listafólki með þessari glæsilegu sýningu á Hamlet.
  Framtíðin er þeirra!
  Hannes Óli Ágústsson
  Ávarp leikstjóra
  Sagan af Hamlet hefur fylgt mannkyninu í árþúsund og hefur verið sögð á ólíkum tungumálum, í ótal myndum og mörgum menningarheimum. Svo - fyrir rúmum fjögurhundruð árum - batt leikskáldið William Shakespeare söguna niður í þétt ofinn texta sem dregur fram mannlegan breyskleika á undraverðan hátt.
  Umkomuleysi, ástarþrá, sorg og söknuður verða að blóði drifinni hefnd í örvæntingarfullum ofbeldisverkum. Framvinda sögunnar ásamt persónum hennar, sambandi þeirra á milli, líðan, hugsunum, og ekki síst kunnáttuleysis við að leysa úr erfiðum tilfinningarlegum verkefnum, gera Hamlet að þeirri klassík sem verkið er.
  Í gegnum þessi árþúsund sem sagan hefur verið á flakki um heiminn og þau árhundruð sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu á verki Shakespeare hefur það sem kallað hefur verið „eðli mannsins“ ekkert breyst. Genasamsetningin er sú sama. Þörfin fyrir nánd og viðurkenningu er sú sama. Þráin að tilheyra er sú sama. Vaxtarkilyrði þessara mannlegu þátta geta þó verið breytileg. Oftar en ekki eru það einmitt líka mannlegir þættir sem gera þau skilyrði verri eða betri. Ofbeldi á það nefnilega til að leiða af sér ofbeldi. Friður elur frið.
  Við segjum söguna af Hamlet aftur og aftur í þeirri veiku von að hún endurtaki sig ekki (vonandi er það ekki spoiler fyrir neinn að verkið er harmleikur og harmleikir eiga það til, því miður, að enda illa). Í leikhúsinu hittist fólk og tekur þá ákvörðun að eiga saman stund í einum og sama söguheiminum. Þar fær fólk að tilheyra. Þar getur fólk fundið nánd. Þar getur fólk lært af mistökum annara ef því sýnist svo.
  Útskriftarhópur nemenda við leikarabraut LHÍ árið 2022 hefur síðustu þrjú ár sankað að sér þekkingu til að geta iðkað hæfileika sína að magna upp sammannlegar stundir. Af hugrekki og um leið mikilli auðmýkt ráðast þau á garðinn þar sem hann er hæstur. Þau bjóða ykkur, áhorfendur góðir að taka þátt og tilheyra þar sem leiksýningin Hamlet eftir William Shakespeare er sett á svið, leikgerðin er löguð að hópnum, þýðingin er gerð af Þórarni Eldjárn og hefur aldrei áður ratað á fjalir leikhússanna. Njótið.
  Bergur Þór Ingólfsson

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 23.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-upptaka.pdf93.41 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna