Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42364
Mannkynið er að lifa lengur sem veldur því að hópur eldra fólks fer ört vaxandi. Í þessari ritgerð eru hugmyndir um öldrun skoðaðar ásamt tengslum á milli ólíkra kynslóða sem lifa nú á tímum. Möguleikar hönnunarhugsunar til þess að að stuðla að aukinni þáttöku og sýnileika eldra fólks í samfélaginu eru skoðaðir. Sagt er frá nýstárlegum verkefnum bæði erlendis og á Íslandi sem snúa að málaflokki eldra fólks. Við gerð þessarar ritgerðar var bæði notast við ritaðar heimildir og viðtöl við fólk sem hefur þekkingu og innsýn inn í veruleika eldra fólks. Tilgangur ritgerðarinnar er tvíþættur. Í fyrsta lagi að rekja rætur þeirra fordóma og hræðslu sem á það til að fylgja tilhugsuninni um að eldast og velta upp hugmyndum um farsæla öldrun. Í annan stað að fjalla um kosti þess að fjölbreyttir aldurshópar umgangist hver annan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_BirnaSisi_loka.pdf | 10,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |