is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42372

Titill: 
  • Lokagreinargerð Vigdísar Höllu : leit að réttum ákvörðunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerð fer ég yfir afstöðu mína sem leikkona gagnvart bæði sögunni og hlutverki mínu í útskriftarsýningunni okkar Hamlet. Ég vellti fyrir mér hvaða gildi sagan hefur haft þegar það var skrifað og nú. Að sama skapi rannsaka ég þær áskoranir sem fylgja því þegar handriti og sögu er breytt út frá upprunalegri útgáfu til að henta leikhóp betur. Ég greini vinnuferli mitt út frá því að réttlæta þær ákvarðanir sem teknar eru í slíkum breytingum. Þegar hlutverk fær nýjan búning, persónum skeytt saman þarf leikarinn samt sem áður að nálgast það með virðingu og sem heild. Í greinargerðinni fer ég yfir aðferðarfræði mína í leiktækni og rannsaka þau áhrif sem hlutverk getur haft á mig sem leikara og ég á það. Í greiningunni styðst ég við uppranalegu þýðingu Þórarins Eldjárns á Hamlet í samanburði við lokaútkomu okkar sýningar. Ég tek textadæmi sem vöfðust fyrir mér og útskrýri hvernig ég vann til þess að réttlæta breytingarnar. Greinargerðin byggir að mestu leyti á persónulegum hugleiðingum mínum um Hamlet, sýninguna, hlutverkið Gullinstjörnu og mína nálgun á það.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vigdís_lokagreinargerð2.pdf366.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna