Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42383
Evrópskir framúrstefnumenn breyttu landslagi listalífsins í byrjun tuttugustu aldar með því að skrifa yfirlýsingar um það hvað list væri, ætti að vera og hvernig ætti að búa hana til.
Í fyrsta kafla ritgerðinnar fjalla ég um samkenni yfirlýsinga framúrstefnumanna.
Í seinni hluta ritgerðinnar fer ég nánar í saumana á íslenskum yfirlýsingum hjá starfandi sviðslistahópum í dag og skoða þær í samhengi við framúrstefnumennina. Yfirlýsingar gærdagsins verða settar við hliðina á yfirlýsingum morgundagsins. Áhugavert er að skoða hvað hefur breyst og hvað er líkt í yfirlýsingum samtímans. Hvers konar breytingar hafa orðið á yfirlýsingunum á þessum tíma og hvaða erindi hafa þær í íslensku leikhússenunni í dag? Helstu heimildir sem verður stuðst við eru fengnar úr bókinni Yfirlýsingar þar sem yfirlýsingum liststefna á 20. öldinni er safnað saman. Einnig verður stuðst við tímaritið Dunce.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysingar.ba.pdf | 541,37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |