Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42385
The aim of this study was to examine people’s motives in relation to sport, exercise and leisure activities based on the type and frequency of their physical activity (PA) engagement in addition to their perceived weight. The sample of the study contained 454 participants, 347 females and 107 males. The Physical Activity and Leisure Measurement Scale (PALMS) was used to measure the participants’ motivational orientation through an online questionnaire. The questionnaire contained further questions regarding their PA behavior in the function of three different variables; perceived weight in relation to the body mass index (BMI), if they engage in exercise or PA and the frequency of their engagement. The main findings showed that those who perceived themselves within normal weight (WR) and engaged in exercise experienced higher total intrinsic and extrinsic motivation towards PA than those who perceived themselves to be out of normal weight range (OR) and engaged in PA. Other’s expectations mattered more to the OR and PA groups than the WR and exercise groups. Increased frequency of PA engagement did show an increased amount of total intrinsic and extrinsic motivation. The findings suggest that physical health motives may not function effectively to increase PA engagement for those who do not perceive themselves within normal weight, but structure and consistency may be a crucial factor for success in the long-run.
Markmið rannsóknarinnar var að greina hvata fólks til að stunda hreyfingu sér til hressingar, í íþróttum og frístundum, byggða á tegund og tíðni hennar ásamt upplifun þeirra af eigin líkamsþyngd. 454 tóku þátt í rannsókninni, þar af 347 konur og 107 karlar. PALMS spurningalistinn var notaður til þess að mæla ólíka hvata til að stunda hreyfingu. Listinn innihélt einnig spurningar sem vörðuðu hátterni fólks í tengslum við hreyfingu með tilliti til þriggja breyta; mati á eigin líkamsþyngd út frá líkamsþyngdarstuðli, hvort hreyfingin flokkast sem æfing og tíðni hennar. Einhliða dreifigreining var notuð til að prófa hvernig líkamsþyngd og tíðni ástundunar hefðu áhrif á hvata einstaklinga til að hreyfa sig og t-próf í óháðum hópum var notað til að prófa áhrif tegundar hreyfingarinnar. Helstu niðurstöður voru að þeir sem telja sig innan kjörþyngdar og stunda æfingar upplifa meiri innri og ytri hvata tengdum hreyfingu en þeir sem telja sig utan kjörþyngdar og stunda hreyfingu eingöngu. Álit annarra skipti þá sem telja sig utan kjörþyngdar og stunda hreyfingu eingöngu meira máli en þá sem telja sig innan kjörþyngdar og stunda æfingar. Jákvæð fylgni fannst á milli tíðni hreyfingar og styrks innri og ytri hvata tengdum henni. Niðurstöður sýna fram á að hvatar tengdir líkamlegu heilbrigði séu ólíklegir til ávinnings þegar markmiðið er að auka tíðni hreyfingar meðal einstaklinga sem eru utan kjörþyngdar, en skipulag og festa gætu verið nauðsynlegir þættir fyrir árangur til lengri tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Motivation for physical activity as a function of normal weight, type, and frequency of engagement.pdf | 552.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |