Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42391
Starf leikskólastjóra er flókið og viðamikið, þar sem streita og jafnvel kulnun er ekki óalgengt. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þann stuðning sem leikskólastjórar telja sig þurfa, hver upplifun þeirra er af stuðningi frá sveitafélaginu, og hvaða stuðningur stendur þeim til boða. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt við rannsóknina og voru tekin sjö viðtöl við leikskólastjóra, fjóra sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og þrjá á landsbyggðinni. Leikskólastjórarnir eru með mis langa reynslu í starfi sem leikskólastjórar sem spannar frá einu ári til þrjátíu og níu ára. Rannsóknarspurningarnar voru annars vegar hvernig upplifa leikskólastjórar stuðning frá sveitafélaginu sem þeir starfa hjá og hins vegar hvaða stuðning telja leikskólastjórar sig þurfa frá sveitafélaginu sem þeir starfa hjá? Niðurstöður sýna að leikskólastjórar á landsbyggðinni upplifa meiri stuðning frá sveitafélaginu heldur en þeir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa á landsbyggðinni hafa greiðan aðgang að lögfræðingum, mannauðsstjóra og sveitastjóra og boðleiðir eru stuttar í báðar áttir. Leikskólastjórar á höfuðborgarsvæðinu upplifa að þeirra stuðningur sé mest fólginn í því að leita til kollega. Stuðningur varðandi mannauðsmál og rekstur leikskóla er sá stuðningur sem allir viðmælendur telja sig mest þurfa á að halda frá sveitafélaginu. Leikskólastjórarnir telja eitt af því erfiðasta við starfið sé að manna leikskólann og stundum með fólki sem varla er hæft í starfið. Einnig nefndu tveir viðmælendur á landsbyggðinni að þeir vildu fá handleiðslu frá sveitafélaginu, það gæti spornað við streitu og kulnun. Allir leikskólastjórarnir töldu starfið vera streituvaldandi og tveir leikskólastjórar höfðu lent í kulnun í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar vísbendingar um að skortur sé á stuðningi til leikskólastjóra innan höfuðborgarsvæðisins, en vel sé stutt við leikskólastjóra á landsbyggðinni. Því má draga þá ályktun að sveitafélög þurfa að auka stuðning til leikskólastjóra og sá stuðningur verði að vera fjölbreytilegur til þess að mæta mismunandi aðstæðum og áskorunum.
Being a preschool principal is a complicated and extensive job, where stress and burnout is not uncommon. The purpose of this study is to shed light on supportive measures for principals, what their experience is with the support given by the municipality, and what is available to them. This is a qualitative study where interviews were taken with seven preschool principals in Iceland, four in the capital area and three in rural areas. The principals have different work experiences as directors, spanning from 1-39 years. The research questions in the study were: First, how do the preschool principals experience support from the municipality? Secondly, what support to the principals need from the municipality? The results show that principals working in rural areas, experience more support from their local authorities, than those who work in the capital area. Principals that work in rural areas believe that they have easy access to lawyers, human resource managers and mayors. Communication channels are short and therefore easy to get the support they need. Principals in the capital area believe they mainly get support from their peers. All principals believe they are in most need of support regarding human resource issues and general management. Staff shortage and under qualified employees is a major challenge for the principals. Two principals working in rural areas also believed they need supervision from the municipality, which could in turn, prevent stress and burnout. All principals believed that their job is stressful. Two principals reported previously having experienced burnout during their career as principals. The results indicate that there is a need for more support for principals working in the capital area. It can therefore be concluded that the municipality needs to increase support for preschool principals. This support should be diverse to meet different situations and challenges.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð Rannveig Anna Ólafsdóttir.pdf | 653.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
image0.jpeg | 1.52 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |