is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42392

Titill: 
  • Ég er með hugmynd! : starfendarannsókn verkefnastjóra á innleiðingu þróunarverkefnis um sköpunarsmiðjur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari starfendarannsókn var að rýna í innleiðingu á þróunarverkefninu Austur-Vestur sköpunarsmiðjur sem var samstarfsverkefni þriggja skóla í Reykjavík. Sköpunarsmiðjur og verkefni í þeirra anda eru mikilvægt málefni því þær búa yfir athafnakostum til að undirbúa börnin fyrir áskoranir framtíðarinnar. Markmið með rannsókninni var að skoða hvað einkenndi innleiðinguna og hvernig mitt hlutverk sem verkefnastjóri mótaðist í ferlinu í mínum skóla. Ég ákvað að gera starfendarannsókn til að styðja við breytingarferlið til að draga úr óvissuþáttum og tryggja varanleika breytinganna. Þannig gat ég haft bein áhrif innleiðingarferlið. Aðalþátttakandi rannsóknarinnar var ég en einnig aðrir sem komu að þróunarverkefninu eins og skólastjórnendur, kennarar og nemendur. Gögnin sem ég safnaði og greindi voru meðal annars færslur í rannsóknardagbók um hlutverk mitt og ígrundanir, samtöl við kennara og nemendur ásamt nótum og myndum úr vettvangsathugunum. Ákveðið var að innleiðing Austur-Vestur þróunarverkefnisins tæki þrjú ár og lögðum við líkan Fullans (2016) um þriggja fasa breytingar til grundvallar breytingarferlinu; upphaf, innleiðing og varanleiki. Þessi tímabil marka tímaröð sögunnar í gagnagreiningunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi forystunnar og heiltækrar nálgunar í þróunarverkefnum. Náið samstarf okkar verkefnastjóranna var mikill styrkur fyrir framgang verkefnisins og sameiginlegar menntabúðir skólanna voru mikilvæg starfsþróun. Þróunarverkefnið hefur haft áhrif á kennsluhætti í mínum skóla þar sem sjá má að kennarar leituðu fjölbreyttra leiða til að vekja áhuga nemenda með verkefnum í anda sköpunarsmiðja. Heimsfaraldurinn hafði vissulega áhrif á framgang verkefnisins en í öllum áskorunum hafa kennarar verið úrræðagóðir, sveigjanlegir og reynt eftir bestu getu að koma til móts við þarfir fjölbreytts nemendahóps með áherslum á skapandi kennsluhætti og vellíðan barna. Á þessum þremur árum hef ég lært ótal nýja hluti og sýn mín á menntun barna mótast og þróast. Ég hef öðlast aukið sjálfstraust og þekkingu á þróunarstarfi og skapandi kennsluháttum í anda sköpunarsmiðja.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this action research was to examine the implementation of the development project East-West Makerspaces, which was a collaborative project of three schools in Reykjavík. Makerspaces and other similar projects present important opportunities to prepare children for the challenges they will face in the future. The aim of the study was to examine what characterized the implementation and how my role as project manager was shaped in the process at my school. I decided to perform an action research to support the change process, to reduce uncertainties and to ensure the permanence of the project. In that way I could directly influence the implementation process. I was the main participant in the study, but the project also involved other participants, including school administrators, teachers and students. The data collected and analyzed included entries in a research diary about my role and reflections. It also included conversations with teachers and students, as well as notes and pictures from field observations. It was decided that the implementation of the East-West project would take three years. The change process was based on Fullan's (2016) phases of change; initiation, implementation and continuation. These periods mark the chronological order in the data analysis. The main results of the study show the importance of leadership and a systemic approach in development projects. Our close co-operation between the project managers from each school strengthened the progress of the project and educamps conducted by the schools also played a significant role. The development project has influenced the teaching methods in my school, where it can be seen that teachers have sought various ways to arouse students' interest in projects in the spirit of makerspaces. The pandemic certainly had an impact on the progress of the project, but with all the challenges, teachers have been resourceful, flexible and tried their best to meet the needs of a diverse group of students, with an emphasis on creative teaching methods and the well-being of children. During these three years I have learned countless new things and my vision of children's education has been further shaped and developed. I have gained increased self-confidence and knowledge of school development and the ideology of makerspaces.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir.pdf4.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf298.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF