is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42393

Titill: 
  • Listi yfir íslenskan námsorðaforða
  • Titill er á ensku List of Icelandic academic vocabulary
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl á milli lesskilnings og orðaforða, en góður lesskilningur er forsenda farsællar námsframvindu. Komið hefur í ljós að íslenskur orðaforði er drifkraftur framfara í lesskilningi hjá íslenskum grunnskólabörnum, og á það bæði við um börn sem eiga íslensku sem móðurmál (ÍSL1) og annað mál (ÍSL2). Í íslensku tungumáli eru ótal mörg orð og því er mikilvægt að vita hvaða orð liggja til grundvallar námsárangri. Við þurfum að afla upplýsinga um það hvaða orð og hve mörg orð er gagnlegt að vinna með á hverju stigi námsins. Þar leika lykilhlutverk orð sem eru umfram algengustu orð málsins, það er námsorðaforðinn. Hluti hans er í meira og minna mæli kenndur markvisst innan hinna ýmsu námsgreina, það eru orð í lagi 3. Hins vegar eru það orð í lagi 2 sem kennurum hættir til að líta framhjá í kennslu. Orð í þessum flokki eru umfram algengustu orð íslenskunnar (lag 1) og notuð þvert á fræðasvið og gegna lykilhlutverki þegar fjallað er um margvísleg og flókin málefni. Lítil þekking nemenda á þessum orðum er ein af meginástæðum þess að þeim gengur illa að skilja lesinn texta sem síðan dregur úr færni þeirra til námsárangurs. Því er nauðsynlegt að fá upplýsingar um íslensk orð sem eru mikið notuð í margs konar textum samtímans og tilheyra lagi 2. Þegar orð eru valin til náms og kennslu er mikilvægt er að byggja á málheildum. Ensku orðtíðnilistarnir New General Service List (NGSL) og New Academic Word List 1.0 (NAWL) hafa verið þróaðir út frá völdum málheildum úr Cambridge English Corpus (CEC). NGSL inniheldur 2.800 algengustu orðin í ensku á meðan NAWL inniheldur 960 orð sem tilheyra námsorðaforða úr lagi 2. Ítarlegur orðtíðnilisti á borð við NAWL hefur hingað til ekki verið til fyrir íslenska tungu. Markmið meistaraverkefnisins var því að þróa Lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO) og komast að því hver íslenskur námsorðaforði er, orð sem mikilvægt er fyrir nemendur að þekkja. Ný málheild (MÍNO) sem liggur til grundvallar LÍNO var sett saman úr völdum málheildum Íslensku Risamálheildarinnar (RMH) og Markaðrar íslenskrar málheildar (MÍM), auk þess var bætt við námsefni sem Menntamálastofnun hefur gefið út. Samtals telur MÍNO 31.680.235 lesmálsorð og eru allir textar frá þessari öld. Afrakstur þessa meistaraverkefnis er LÍNO sem telur 1.515 orð. Námsorðaforðalistinn mun nýtast nemendum hér á landi við að efla orðaforða sinn, lesskilning og ritunarfærni og samhliða verður með LÍNO mögulegt að halda lífi í íslenskum orðum með komandi kynslóðum. Verkefnið er fyrsta meistaraverkefnið af þremur sem styrkt var af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, en íslenskur orðaforði er viðfangsefni þeirra allra.

  • Útdráttur er á ensku

    Numerous studies have shown a strong link between reading comprehension and vocabulary, but good reading comprehension is a prerequisite for successful academic progress. It has been found that Icelandic vocabulary drives change in reading comprehension among Icelandic primary school children, this applies to both children who have Icelandic as their native language (ÍSL1) and their second language (ÍSL2). In the Icelandic language the number of words is countless and therefore it is important to know what words lie at the heart of academic success. We need to gather information about which words and how many words are useful to work with at each stage of education. Words that go beyond the most common words of the language play a key role, i.e. the academic vocabulary. Some of it is more or less taught systematically within various subjects, that is tier 3 words. However, there are words in tier 2 that teachers tend to overlook. Words in this category are used across fields of studies and play a key role when discussing a variety of complex issues. Pupils’ poor knowledge of these words is one of the main reasons why they have difficulty understanding a written text, which in turn reduces their ability for academic progress. It is therefore necessary to obtain information about Icelandic words that are widely used in contemporary texts and belong to tier 2. When words are chosen for learning and teaching it is important to build on language corpora. New General Service List (NGSL) and New Academic Word List 1.0 (NAWL), frequency lists for English words, have been developed from selected corpora from Cambridge English Corpus (CEC). NGSL contains 2.800 of the most common words in English, while NAWL contains 960 words that belong to academic vocabulary from tier 2. A detailed word frequency list such as NAWL has so far not existed for the Icelandic language. Therefore, the aim of this master’s project was to develop a List of Icelandic Academic Vocabulary (LÍNO). A new corpus (MÍNO) that forms the basis for LÍNO was put together from subcorpora selected from Íslenska Risamálheildin (RMH) and Mörkuð íslensk málheild (MÍM), in addition, study material published by Menntamálastofnun was also included in the corpus. MÍNO contains 31.680.235 reading words and are all texts from this century. The product of this project is LÍNO, a list of 1.515 Icelandic academic words, an important contribution to strenghten the vocabulary, reading comprehension and writing skills of students in Iceland and at the same time to keep Icelandic words alive for future generations. This project is the first of three master’s projects funded by Rannsóknasjóður Háskóla Íslands, Icelandic academic vocabulary is the subject of them all.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Björg Björgvinsdóttir-meistaraverkefni.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.jpg649.64 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Ásdís Björg Björgvinsdóttir-Listi yfir íslenskan námsorðaforða.pdf128.61 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Ásdís Björg Björgvinsdóttir-Málheild fyrir íslenskan námsorðaforða.pdf599.91 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna