is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42394

Titill: 
 • Að stjórna jafningjum : frammistöðusamtöl
 • Titill er á ensku Peer management : performance conversations
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á frammistöðusamtöl deildarstjóra leikskóla við starfsfólk deildar. Sérstaklega er leitast til við að skoða reynslu deildarstjóra af samtölunum, hvort að þeir telji að ábyrgð þeirra aukist sem stjórnendur meðal jafningja og hvort þau styrki tengsl þeirra við starfsfólk deildarinnar. Deildarstjórarnir búa yfir mismunandi menntun og reynslu sem deildarstjórar.
  Um er að ræða starfendarannsókn sem gerð var í leikskólanum Hnoðraholti sem er einn af leikskólum Hjallastefnunnar. Gagna var aflað með rannsóknardagbókum deildarstjóra, endurgjöf rannsóknarvinar, samræðum deildarstjóra og viðtölum við deildarstjóra. Með viðtölunum leikskólastjóra við deildarstjórana var leitað eftir upplýsingum um reynslu þeirra af fjórum stuttum og reglulegum frammistöðusamtölum við starfsfólk deildarinnar.
  Helstu niðurstöður benda til þess að reynsla deildarstjóra af reglulegum frammistöðusamtölum auki ábyrgðatilfinningu þeirra sem stjórnenda og að þeir tengist samstarfsfólki betur og skilji fremur sýn þeirra á starfið. Deildarstjórarnir eru meðvitaðri um daglega stjórnun og að grípa tækifærin þegar þau gefast með endurgjöf. Deildarstjórarnir eru ánægðir með fyrirkomulag samtalanna fjögurra, tímalengd, innihald þeirra og þau tækifæri sem þau bjóða upp á til að ná því besta fram hjá viðmælanda. Frekara traust skapast með formlegum samtölum og segja deildarstjórar þessa leið efla fagmennsku þeirra og frekari ígrundun á starfi sínu. Helstu mögulegu annmarkar, að mati deildarstjóra, er hvort starfsfólk sé alltaf hreinskilið í svörum og hvort starfsfólk almennt segi alltaf það sem í þeirra brjósti býr.
  Það er einlægur áhugi allra deildarstjóranna að halda áfram með samtölin, þau eru komin til að vera. Skapast hefur ný þekking og neisti til að gera betur og stuðla að skólaumbótum. Það er von mín að þessi rannsókn skapi nýja sýn á hlutverk og ábyrgð deildarstjóra í leikskólum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to shed light on performance conversations between heads of department in preschools and their co-workers. Emphasis is put on the heads of department, whether their responsibility increases as peer leaders and whether they form stronger bonds with their co-workers. The participants (heads of department) have various education and experience.
  This is an action research in the preschool Hnoðraholt Hjallastefnan. Data was gathered from the feedback of a critical friend, the heads of department’s journals, alongside with the conversations and interviews between the headmaster (researcher) and the participants. Through interviews with the heads of department, their experience with the performance conversations was gathered.
  The result of the research indicates that the head of department’s experience of regular performance conversations increased their sense of responsibility as administrators, in conjunction with connecting with their co-workers and grasping their vision. The heads of departments were aware of their daily administration, and they seized every opportunity to encourage their co-workers and give them feedback. The heads of department were pleased with the arrangement of the conversations, their duration, content, and the opportunities they provided. Trust was formed by consultations, and as attested by the heads of department, reinforced expertise and reflection in their profession. The main challenge, according to the heads of department, was how honest the employees and their answers were.
  The heads of department felt a sincere interest in proceeding with the conversations. They were wiser by the knowledge, and therefore feel motivated to continue. It is my wish that this research generates a new perspective of the role and responsibility the heads of departments in preschools have.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf38.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ragnhildur Ólafsdóttir.pdf703.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna