Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42395
In early childhood, the provision of a positive and warm environment, interactions, experiences, and where children´s well-being is enhanced are the conditions that support the development of their social and emotional skills. Preschools are considered the first school level in the education system in Iceland and play a vital role in young children's lives. The National Curriculum Guide emphasizes that schools should create a positive school culture that enhances children's health and well-being. Further, educators place a vital role in children's social, emotional, and cognitive development. Supporting educators’ well-being will positively impact children's well–being. International research shows that mindfulness training can enhance social and emotional skills and well–being in children and educators. Although Icelandic schools have started to implement mindfulness, there are not many studies about the impact of mindfulness in schools.
The aim of this qualitative research was to investigate how one preschool in the capital area integrated mindfulness into preschool practices. Further, the present study explored the educators' views on the influence of mindfulness on children's and educators' well-being. The research questions guiding this study are; 1. How can mindfulness be integrated into preschool practice? 2. How do preschool educators express their views towards the influence of mindfulness on children's and educators' well-being? The data was collected primarily using observation, research diary, video stimulation accounts, and interview methods. The study participants consisted of four educators and twenty children (video purpose only) from a preschool. The study results indicate that for effective integration of mindfulness into preschool practices, first, needs to integrate mindfulness among educators. Once the educators have acquired the mindfulness skills, the next step is integrating mindfulness among children. Further, according to the educator's view, the study results indicate that mindfulness can enhance social and emotional skills in children in the form of caring, sharing, and compassion, increase attention skills, self-esteem, and enable them to start making independent decisions at a young age. Their view was also that mindfulness can as well enhance educators' social and emotional skills through increased compassion, empathy, and trust, reduce stress and anxiety and create a positive work environment. The main result indicates that well-organized integration of mindfulness into preschool can have a positive impact on children´s and educators´ well-being but further research is needed in this field.
Jákvætt og hlýlegt umhverfi, góð samskipti og upplifun eru mikilvæg fyrir þróun félags- og tilfinningafærni og velfarnaðar í barnæsku. Leikskólar eru fyrsta skólastigið og gegna mikilvægu hlutverki í þroska og lífi barna. Aðalnámskrá fjallar um mikilvægi þess að í skólum ríki jákvæð skólamenning sem styður við félags- tilfinninga- og vitrænan þroska barna og stuðli þannig að velfarnaði þeirra. Einnig er kveðið á um að starfsfólk gegni lykilhlutverki varðandi velfarnað barna, því skiptir miklu máli að hlúa að velfarnaði starfsfólks þannig að það sé fært um að sinna því hlutverki vel. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun efli félags- og tilfinningafærni bæði barna og starfsfólks og hafi jákvæð áhrif á velferð þeirra. Nokkrir íslenskir skólar hafa stigið þau skref að innleiða núvitund inn í starf sitt en mjög lítið liggur fyrir um ávinning þess fyrir skólastarfið hér á landi.
Meginmarkmið þessarar eigindlegu rannsóknar er að skoða hvernig leikskóli á höfuðborgarsvæðinu innleiddi núvitund inn í daglegt starf ásamt því að skoða viðhorf starfsfólks um áhrif þess á velfarnað barnanna og þeirra sjálfra. Rannsóknarspurningarnar eru því; Hvernig er hægt að innleiða núvitund inn í leikskólastarf og hvernig upplifir starfsfólk ávinning núvitundar á velfarnað barnanna og starfsfólksins. Gögnum var safnað með vettvangsrannsókn, rannsóknardagbók, upptökum og viðtölum. Þátttakendur voru fjórir starfsmenn og tuttugu börn í leikskólanum. Niðurstöður sýna að til að innleiða núvitund markvisst inn í skólastarfi er mikilvægt að byrja á að kynna hana fyrir starfsfólkinu. Þegar það hefur fengið tækifæri til að tileinka sér núvitund er næsta skref að innleiða núvitund inn í starfið með börnunum. Þá upplifðu starfsmenn að markviss þjálfun núvitundar í leikskólastarfi efli félags- og tilfinningafærni barnanna og birtist það í aukinni samkennd, umhyggju og jákvæðum samskiptum, aukinni athygli, sjálfstrausti og sjálfstæðri ákvarðanatöku. Starfsmennirnir upplifðu einnig að núvitund hjálpaði þeim með félags- og tilfinningarfærni með aukinni samkennd og trausti, minni streitu og kvíða og að innleiðingin hafi stuðlaði að jákvæðara vinnuumhverfi. Megin niðurstaðan rannsóknarinnar gefur til kynna að sé vel að innleiðingu núvitundar í leikskóla staðið þá geti hún haft jákvæð áhrif á velfarnað bæði starfsfólks og barna en frekari rannsókna er þörf á þessum vettvangi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helen Rose Philip Adobe Lok verkfeni.jpg | 483.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Helen Rose Philip. M.Ed Thesis Final.pdf | 896.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |