Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42398
Flutningur leikskólakennara úr leikskólanum á önnur skólastig virðist óafturkræfur og margt bendir til að flutningur leikskólakennara milli aðildarfélaga Kennarasambands Ísland sé tilkomin vegna viðvarandi álags í leikskólum og ójöfnum starfsaðstæðum milli skólastiga. Skortur á leikskólakennurum í leikskólum landsins er neikvæð þróun sem þarft er að sporna við og má engan tíma missa í þeim efnum. Markmið rannsóknar var að greina tengsl hvataþátta (sem framkalla starfsánægju leikskólakennara) og hollustuþátta (sem geta valdið óánægju í starfi) við skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðar. Tilgangur rannsóknar var að bæta stöðu þekkingar og koma auga á vísbendingar um hvernig megi varðveita hæfni og sérþekkingu starfandi leikskólakennara innan fyrsta skólastigsins. Rannsóknaraðferð var megindleg, rýnt var í fyrirliggjandi gögn og þau greind með lýsandi tölfræði og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Gagnasafnið voru svör 1250 leikskólakennara víðsvegar á Íslandi við spurningarkönnun Skólapúlsins fyrir leikskóla, sem svarað var vorin 2020 og 2021. Tvær stefnutilgátur voru prófaðar, annars vegar að: Leikskólakennarar sem upplifa starfsánægju eru líklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar. Hins vegar að: Leikskólakennarar sem upplifa mikið álag í starfi eru ólíklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar. Tvíþáttakenning (e. Motivation hygiene theory) Frederik Herzberg og félaga (Herzberg, Mausner og Snyderman, 1959) var lögð til grundvallar varðandi skiptingu þáttanna í tvö líkön, annars vegar jákvætt hvataþátta líkan og hins vegar neikvætt hollustuþátta líkan.
Niðurstöður rannsóknar bentu til að hvataþættirnir: starfsandi, jákvæðar áskoranir í starfi og ræktun mannauðs ýti undir starfsánægju og gegni lykilhlutverki fyrir skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðarins. Niðurstöðurnar gáfu jafnframt til kynna að vinnuálag og starfsumhverfi leikskóla gegni hlutverki í orsakakeðju sem dregur úr jákvæðum áhrifum hvataþátta og veldur mögulega ótímabæru brotthvarfi leikskólakennara úr starfi.
Brýnt er að leita leiða til að styðja við hvatabundna þætti á fyrsta skólastiginu og draga úr álagsvekjandi þáttum í starfsumhverfi leikskóla. Rannsókninni og niðurstöðum hennar er að auki gerð skil í formi handrits að vísindagrein.
Lykilorð: starfsumhverfi leikskóla - hvataþættir – hollustuþættir- starfsánægja - skuldbinding til vinnustaðar.
The transfer of kindergarten teachers from kindergarten to other school levels in Iceland seems irreversible and there are many indications that the transfer of teachers between member associations of the Icelandic Teachers' Association is due to persistent workload in kindergartens and unequal working conditions between school levels. The shortage of kindergarten teachers in Icelandic kindergartens is a negative development that needs to be resisted and no time can be wasted in that regard. The study aimed to analyse the relationship between hygiene factors (that can cause job-displeasure) and motivational factors (factors that produce job satisfaction) among kindergarten teachers, and their commitment to the kindergarten (kindergarten is the first school level in Iceland and is for children between the age of twelve months and six years old). The purpose of the study was to improve the state of knowledge and to find evidence of how the competence and expertise of working kindergarten teachers can be preserved, within the first school level.
The research method was quantitative, the available data were examined and analysed with descriptive statistics and multivariate regression analysis. The database consisted of answers from 1250 kindergarten teachers across Iceland to a questionnaire by Skólapúlsinn for kindergarten, which was answered in the spring of 2020 and 2021. Two hypotheses were tested, on the one hand: Kindergarten teachers who experience job satisfaction are likely to show loyalty to their workplace. On the other hand: Kindergarten teachers who experience a lot of stress at work are unlikely to show loyalty to their workplace. Frederik Herzberg and colleagues Motivation hygiene theory (Herzberg, Mausner and Snyderman, 1959) formed the basis for dividing the factors into two models, on the one hand a positive motivational- factor model and on the other a negative hygiene factor model. The results of the study indicate that the motivational factors: atmosphere, positive challenges in the job and the cultivation of human resources, promote job satisfaction and play a key role in the commitment of kindergarten teachers to the workplace. The results also indicate that the workload and working environment of kindergarten´s play a role in the causal chain, which reduces the positive effects of motivational factors and causes a possible premature departure of preschool teachers from the workplace. There is an urgent need to find ways to support motivational aspects at the first school level and reduce stressful aspects of the
kindergarten's working environment.
Keywords: Kindergarten work environment- Motivation factors, Hygiene factors, Job satisfaction- Commitment to the workplace
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil Rakel Ýr Isaksen M.Ed. verkefni vor 2022 .pdf | 849,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni útfyllt.pdf | 59,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |