is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42399

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : málörvunarstundir í leikskóla
  • Titill er á ensku A journey of thousand miles begins with a single step : language stimulation in preschool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar starfendarannsóknar er að skoða hvernig leiðbeinendur og háskólamenntaður starfsmaður með ólíkan bakgrunn og starfsreynslu ásamt einum leikskólakennara nota kennslugagnið Málörvunarstundir – lengi býr að fyrstu gerð til að undirbúa sig fyrir markvissar málörvunarstundir og nota kennsluefnið í litlum hópum í hópastarfi.
    Kennslugagnið sem um ræðir eru spjöld sem hafa forskrift að málörvunarstundum fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Málörvunarstundirnar eru settar saman á fjölbreyttan hátt og snúa að því að efla málþroska barna, þ.e. skilning og tjáningu með því að vinna með hljóðkerfisvitund, hljóðavitund, orðaforða og frásagnarhæfni. Einnig miða þær að því að styrkja félagsþroska barna með leikjum og fjölbreyttum spilum.
    Markmiðið með því að útbúa spjöldin var að gefa starfsfólki leikskóla tækifæri til að auka gæði málörvunarstunda. Kennarar og leiðbeinendur velja sér spjald og undirbúa stundina án þess að það taki of langan tíma. Einnig að reynsluminni kennarar og leiðbeinendur tileinki sér fagleg vinnubrögð í málörvunarstundum á skýran og skjótan hátt. Á hverju spjaldi kemur skýrt fram hvaða þátt málþroskans er verið að efla.
    Rannsóknin fór fram í einum leikskóla frá desember 2021 fram í febrúar 2022. Þátttakendur voru fjórir, tveir leiðbeinendur, einn háskólamenntaður starfsmaður ásamt einum leikskólakennara. Allir eru þeir með ólíkan bakgrunn og reynslu af leikskólastarfi. Þátttakendur unnu með börnum á ólíkum aldri og var hrein aldursskipting í hópunum (2-3 ára, 3-4 ára, 4-5 ára og 5-6 ára). Leikskólakennarinn vann með fjöltyngd börn, hinir þátttakendurnir voru með íslensk börn í sínum hópum. Hópastærðin var misjöfn, frá þremur börnum í sjö. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að málörvunarspjöldin, efla alla þátttakendur. Þau hjálpuðu leikskólakennaranum við að undirbúa og framkvæma málörvunarstundir á markvissan hátt þar sem áhersla var lögð á alla þætti sem koma fyrir í málþroska. Spjöldin voru hjálpargagn við val á aðferðum og efni. Einnig sköpuðu þau ramma um skipulag, sérstaklega þegar lítill tími gafst til undirbúnings.
    Leiðbeinendurnir öðluðust allir meiri faglegri sýn og lærðu hvernig ætti að byggja upp markvissa málörvunarstund og öðluðust skilning á mikilvægi markvissrar málörvunar.
    Það er trú mín að Málörvunarstundir – lengi býr að fyrstu gerð eigi eftir að nýtast vel í leikskólum til þess að geta mætt kröfum um faglegt starf, þó sérstaklega í þeim leikskólum þar sem kennarar eru í minnihluta.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to find out how and if the teaching material Málörvunarstundir – Lengi býr að fyrstu gerð proves helpful for preschool staff in preparing language sessions with small groups of children.
    The teaching material in question are cards and on each card is a formula for a language stimulation session for children from the age of 2 to 6 years old and each age group has 12 lessons. These language stimulation sessions have variations aimed at stimulating language development of children, working with comprehension and expression, phonological awareness, phonemic awareness, vocabulary, and narrative. They also help children to enhance their social development with various games.
    The goal of this teaching material is to enhance the quality of language stimulation sessions in preschools and assist all preschool staff and preschool teachers. Preschool teachers and staff should be able to pick a card quickly without investing a lot of time and start planning the language stimulation session based off the cards. This should improve the quality of the language stimulation done by the preschool teachers and staff and keep the sessions organized and professional. Each card clearly shows which parts of the language development they are focusing on.
    This research was done in a preschool from December 2021 to February the next year. Four people were involved in the project, two with basic education, one with a university degree (not in education) and one preschool teacher. And each with a different background and work experience working in a preschool. Each participant worked with one group of children based on age, the age groups were 2-3 years, 3-4 years, 4-5 years, and 5-6 years old. The preschool teacher worked with multilingual children, others worked with Icelandic children in groups of 3 to 7 children.
    The result of this research shows that these language stimulation cards can make a difference in language stimulation, they empowered the preschool staff. They assisted the preschool teacher and the other preschool staff in organizing their work, both with preparations and activities during the sessions.
    Each session has clear goals, and the cards are easy to use and help guiding a preschool staff and preschool teachers in setting goals and reaching them. They were helpful when preparation times were short. Everyone involved learned something new and had an easier time to work in an organized manner and work professionally while gaining more understanding of purposeful language stimulation sessions.
    It is my belief that these language stimulation sessions cards used in the research will be very useful for preschools and preschool teachers and staff. They are easy to use and preparation for each lesson will not take up too much time. This is even more valuable in preschools which are understaffed with preschool teachers, and this will enable preschool staff to be more professional and goal oriented when it comes to language stimulation.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing.pdf29,45 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed_lokaritgerd_Theodora_Myrdal.pdf820,04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna