is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42400

Titill: 
  • Félagsfærni barna í leikskólum : "Við höfum trú á börnum"
  • Titill er á ensku Social skills of children in preschools : "We have faith in children"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var félagsfærni og sjálfsmynd barna skoðuð. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða viðhorf leikskólakennarar hafa til félagsfærni barna ásamt því hvaða leiðir þeir nýta sér til þess að efla hana meðal barna. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða tækifæri eru til staðar til þess að efla félagsfærni og sjálfsmynd barna á leikskólum og þar með auka vellíðan þeirra í leikskólanum og mögulega til framtíðar. Leikskólakennarar hafa aðgang að mismunandi námsefni í leikskólum og hafa ólíka þekkingu og nálgun þegar kemur að námsefni. Því var skoðað með hvaða hætti leikskólakennarar styðja leikskólabörn í félagsfærni. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð til að vinna þessa rannsókn. Tekin voru einstaklingsviðtöl við sjö leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstöðurnar sýna að viðmælendur nýttu sína þekkingu til þess að efla félagsfærni í sínu starfi og voru börn hvött í ýmsum aðstæðum til þess að byggja upp frekari þekkingu meðal jafningja. Sjálfsmynd leikskólabarna spilar stórt hlutverk í félagsfærni þeirra og því var kannað hvaða tengsl væru þar á milli. Niðurstöðurnar sýna einnig að leikskólakennararnir telja að ef ekki er gripið inn í þegar félagsfærni er slök geti afleiðingarnar verið alvarlegar. Viðmælendur þessarar rannsóknar nefndu margs konar námsefni sem styður við félagsfærni barna í þessu sambandi. En einnig bentu þeir á möguleikann að samþætta námsefni.
    Út frá niðurstöðunum má draga þá ályktun að leikskólakennarar líti svo á að öll börn þurfi aðstoð við félagsfærni og að leikskólaumhverfið sé gott til þess að efla félagsfærni barna. Viðmælendur virtust vera meðvitaðir um að gera mætti enn betur í því að efla félagsfærni barna á leikskólum. En í þessari rannsókn verður gerð grein fyrir niðurstöðum sem birtar hafa verið í skýrslum. Sjónum verður beint að því hversu neðarlega Ísland er statt varðandi þennan málaflokk miðað við önnur lönd. Af því má álykta sem svo að það sé ekki aðeins í höndum leikskólakennara að grípa málefnið fastari tökum til að efla félagsfærni barna heldur er það undir allri íslensku þjóðinni komið.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study, the social skills and identity of children were examined. The aim of the study was to examine the views of preschool teachers towards children's social skills as well as to examine the ways in which preschool teachers use them to strengthen children's social skills. The purpose of the study is to examine what opportunities there are to strengthen children's social skills and self-identity in preschools and thereby increase their well-being in the future. Kindergarten teachers have access to different subjects in preschools and have different knowledge and approaches when it comes to those subjects. It was examined how preschool teachers support preschool children in social skills. A qualitative research method was used to carry out this research and individual interviews were conducted with seven preschool teachers in the capital area.
    The results showed that the participants used their knowledge to strengthen social skills in their work and children were encouraged in various situations to build on further knowledge among peers. The self-image of preschool children plays a major role in their social skills, so it was examined what the connection was between them. The results also showed that preschool teachers believed that failure to intervene when social skills are weak can have serious consequences. Various types of study materials that support children's social skills were mentioned by the participants of this study, but they also pointed out the possibility of integrating study materials.
    Based on the findings, it can be concluded that preschool teachers consider that all children need help with their social skills and that the preschool environment is a good environment for strengthening children's social skills. Participants seemed to be aware that even more could be done to strengthen children’s social skills in the preschools environment, but this study will report on the results that have been published in reports and focus on how low Iceland is in terms of social skills compared to other countries. It can therefore be concluded that it was not only in the hands of preschool teachers to take a firmer grip on strengthening social skills, but the whole Icelandic nation.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsfærni barna í leikskólum.pdf656.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing.pdf210.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF