is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4241

Titill: 
  • Maslenítsa - rússkíj narodnyj prazdník: Ego osobenností í tradítsíí
Titill: 
  • Масленица - русский народный праздник: его особенности и традиции
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um rússneska hátíðina Maslenitsa, sem haldin er á ári hverju í eina viku í upphafi lönguföstu. Hér eru sérstaklega teknar fyrir gamlar hefðir og leikir sem tilheyra hátíðinni. Yfirleitt er miðað við nítjándu öldina í lýsingunum á hefðum og leikjum. Einnig er skoðað hvernig þjóðtrú tengist hátíðinni. Farið er yfir helstu kenningar í þjóðfræði sem fjalla um þjóðlegar hátíðir, og saga þjóðfræðilegra rannsókna á hátíðum í rússlandi á tuttugustu og nítjándu öld er rekin. Þessar kenningar eru notaðar til að varpa ljósi á samhengi hátíðarleikja og til að útskýra mögulegan bakgrunn þeirra og upprunalegan tilgang.
    Við sjáum að Maslenitsa einkennist af ritúölum tengdar frjósemi. Reynt er að endurvekja jörðina og tryggja góða uppskeru næsta sumar. Einnig skipa nýgift pör sérstakan sess á hátíðinni. Maslenitsa er líka tími pönnukakanna, en pönnukökur eru bakaðar og borðaðar alla daga vikunnar. Haldið er uppá upphaf og endi hátíðarinnar á sérstakan hátt, og stærsti hátíðisdagurinn er sunnudagurinn, lokadagurinn. Sunnudagur er dagur fyrirgefningar. Þá hefð má rekja til rétttrúnaðarkirkjunnar. Einnig er það dagur mikillar útihátíðar, með brennu og leikjum.
    Maslenitsa á sér samsvörun í íslenskum dögum: í bolludeginum, sprengideginum og öskudeginum. Einnig er þessi tími haldinn hátíðlegur í Skandinavíu undir heitinu “fastelavn” eða “fastlagen”. Hér verður fjallað sérstaklega um gamlar íslenskar og sænskar hefðir á þessum dögum, og þær bornar saman við rússneskar hefðir. Í ljós kemur að hátíðirnar í þessum löndum eiga sameiginlega þættir. Þessi staðreynd er skoðuð útfrá kenningunum sem nefndar eru hér að ofan.

Samþykkt: 
  • 8.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maslenitsax_fixed.pdf286.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna