is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42411

Titill: 
 • „Mér finnst ég vera að bjarga mannslífum" : mat skólastarfsfólks á Beint í mark, þróunarverkefni gegn skólaforðun
 • Titill er á ensku Beint í mark : a pilot intervention targeting school refusal
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skólaforðun er sálfélagslegt vandamál sem virðist vera að færast í aukana hérlendis, en samkvæmt könnun á vegum Velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 glíma allt að 2,2% grunnskólanema við erfiðleika tengda skólaforðun á Íslandi. Þar sem skólaforðun er samfélagslegur vandi er mikilvægt að rannsaka hvaða úrræði eru til staðar til að fyrirbyggja og draga úr honum. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka mat skólastarfsfólks á þróunarverkefninu Beint í mark sem hefur verið við lýði í Salaskóla frá 2018 með það að markmiði að draga úr skólaforðun og skólaleiða. Stuðst var við blandaða rannsóknaraðferð þar sem 11 fagaðilar innan skólans voru beðnir um að svara bæði opnum og lokuðum spurningum til þess að meta hvort og þá að hvaða leyti þeir teldu Beint í mark ná áðurnefndum markmiðum. Svarhlutfall var um 82% og þátttakendur
  alls N = 9. Niðurstöður voru ótvíræðar en allir þátttakendur voru sammála um að Beint í mark hefði á heildina litið jákvæð áhrif á þá
  nemendur sem tóku þátt í verkefninu. Allir þátttakendur merktu við að vera mjög sammála því að halda ætti þróunarverkefninu áfram og að það bætti líðan nemenda. Þemagreining leiddi í ljós þrjú þemu í svörum þátttakenda við opnum spurningum: 1) Markvisst inngrip gegn skólaforðun með því að efla styrkleika og greina veikleika 2) Vellíðan nemenda og foreldra eykst og að lokum 3) Sveigjanleiki, traust og trú á verkefnið skiptir máli. Meðal annars bentu niðurstöður til þess að þátttakendur teldu í fyrsta lagi Beint í mark skapa traust á milli nemenda og kennara og í öðru lagi að það drægi úr skólaforðun og skólaleiða. Helstu annmarkar verkefnisins voru annars vegar hversu kostnaðarsamt það er og hins vegar hve fáir nemendur geta þar af leiðandi tekið þátt í því á hverju ári. Fjallað er um þýðingu niðurstaðna fyrir íslenskt skólasamfélag, styrkleika og takmarkanir rannsóknarinnar sem og tillögur að framtíðarrannsóknum á þessu sviði. Niðurstöður þessarar frumathugunar á mati skólastarfsfólks á árangri af verkefninu Beint í mark gefa tilefni til frekari rannsókna á áhrifumúrræðisins og áframhaldandi þróunar þess.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, discussions regarding school avoidance and school refusal in Iceland have increased. Previously, the debate was more focused on school dropout rather than school refusal. As a result, not much has been written about school refusal and research on this subject is lacking in Iceland. School refusal is a psychosocial problem, which, according to a survey conducted by the Welfare Watch from 2019, up to 2.2% of primary school students in Iceland experience. Because school refusal is a societal, public health problem, it is important to explore what measures are available to prevent and reduce it, as well as their potential for effectiveness. The aim of this study was to investigate school staff perceptions of “Beint í mark”, a pilot intervention intended to reduce school refusal and school boredom among students, offered at Salaskóli since 2018. Using mixed methods, 11 school professionals were invited to participate in a survey, including both open ended (i.e., qualitative) and multiple choice (i.e., quantitative) questions, to assess whether and to what extent they considered “Beint í mark” successful in achieving its goals. A total of N = 9 participants completed the survey (82% response rate). Results were unanimous, with all participants agreeing that overall, “Beint í mark” had a positive effect on the students who participated in the project. Using thematic analysis, three themes were extracted from participant responses to openended questions, including: 1) A strategic intervention targeting school refusal by enhancing strengths and identifying weaknesses, 2) Increased student and parent well-being, and 3) Importance of flexibility, trust, and believing in the intervention. All study participants expressed positive views on the school continuing the project and stated that it improves students' well-being, creates trust between students and teachers, and reduces school refusal and school boredom. The main limitations of “Beint í mark”, according to the participants, included how costly the project is and how few students can take part in it each year. Implications of the findings for the Icelandic school community, strengths and limitations of the present research, and suggestions for future studies in this field are discussed. The results from this preliminary study of school staff's assessment of “Beint í mark’s” success provide grounds for further research into the impact of the project and its further development.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf176.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MEd_SigurbjorgEyjolfs(1).pdf839.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna