is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42412

Titill: 
  • Sýndarveruleiki í kennslu : nýir kennsluhættir í takt við tæknina og tíðarandann
  • Titill er á ensku Using virtual reality in teaching : new teaching methods in line with current technology and trends
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Haustið 2021 stóð Matís í samstarfi við Háskóla Íslands að námsefnisgerð um sjálfbærni, matvæla- tækni og framleiðslu þar sem leiðarljósið er heilsusamlegt mataræði fyrir eigin vellíðan og jörðina. Vinnuheiti verkefnisins er Tómataverkefnið, en verkefnið er hluti af EIT FOOD Evrópuverkefninu RedVile.
    Íhlutun var framkvæmd í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu og var þeim skipt af handahófi í einn tilraunahóp og tvo samanburðar hópa þar sem þremur mismunandi aðferðum var beitt í íhlutuninni. Tveir skólar voru tilraunahópur sem fékk kennslu af glærum og horfðu á myndband í þrívíddar gleraugum, tveir skólar fengu kennslu af glærum og horfðu á myndband af skjá, og tveir skólar fengu eingöngu kennslu í formi fyrirlestra af glærum. Notast var við spurningalista í upphafi og við lok íhlutunar til að meta hvort námsefnið hefði áhrif á viðhorf og þekkingu þeirra þátta sem kannaðir voru en þeir spönnuðu eftirfarandi flokka: Mataráhugi, matarsóun, matvælauppruni, matvælamerkingar, matarvenjur, þátttaka, matvælaframleiðsla og tómatar. Íhlutunin tók þrjú skipti eða samtals sex kennslustundir. Þrjár til fjórar vikur liðu á milli fyrri og seinni spurningalista og að minnsta kosti ein vika leið frá tíma tvö að tíma þrjú. Þátttakendur voru 142 á aldrinum 12-15 ára.
    Við samanburð á fyrri og seinni spurningalista má sjá aukningu á mataráhuga hjá nemendum sem fengu kennslu með sýndarveruleikagleraugum samanborið við hópinn sem eingöngu fékk kennslu af glærum (p = 0,002). Samanburður á milli gleraugna og myndbands var (p = 0,078). Þrátt fyrir að ekki fengjust marktækar niðurstöður á fleiri yfirflokkum voru marktækar niðurstöður í einstaka spurningum innan eftirfarandi flokka: matvælauppruni, þátttaka og matvælaframleiðsla.
    Niðurstöðurnar benda til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu getur komið að góðu gagni til þess að breyta viðhorfi ungmenna í átt að hollari og heilnæmari kostum sem gagnast einstaklingum og jörðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    In the autumn of 2021, Matís collaborated with The University of Iceland to create educational material in sustainability, food technology and production, with the main focus on a healthy diet for individual wellbeing and the earth's. The working title of the project is The Tomato Project, which is a part of the EIT FOOD European project RedVile.
    The intervention was carried out in six schools in the capital area that were divided randomly into one experimental group and two control groups, using three different methods in the intervention. Two schools were an experimental group that were taught from slides and watched a video with 3D glasses, two schools were taught from slides and watched a video on a screen and two schools were taught only from presentations using slides. A questionnaire was used in the beginning and the end of the intervention to assess if the study material influenced attitude and knowledge of the factors examined which covered the following categories: food interest, food waste, food origin, food labeling, healthy eating, participation, food production and tomatoes. The intervention took place over three sessions or a total of six lessons. Three to four weeks passed between the first and second questionnaire and at least one week passed between lessons two and three. Participants were 142, aged 12-15 years.
    A comparison of the first and second questionnaires shows an increased interest in food amongst those students who were taught using virtual reality glasses in comparison to the group that only received instruction from slides (p = 0,002). Comparison between glasses and video was (p = 0,078). Although no significant results were shown on more categories, there were significant results on individual questions within the following categories: food origin, participation and food production.
    The results suggest that the use of virtual reality in teaching can be useful in changing young people's attitudes towards healthier and more wholesome choices that benefit individuals and the planet.

Styrktaraðili: 
  • EIT FOOD Evrópuverkefnið RedVile
Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svava_Sigridur_Svavarsd_meistararitgerd .pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Svava_S_Svavarsdottir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_pdf.pdf29.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF