Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42416
Ritgerð þessi fjallar um starfendarannsókn sem gerð var á einni leikskóladeild í Reykjavík. Markmiðið var að þróa lærdómssamfélag starfsmanna í því skyni að efla leikskólastarf með sögum og fjölga þannig tækifærum tveggja og þriggja ára leikskólabarna til að efla hlustunarskilning sinn og tjáningarfærni. Hlustunarskilningur er undanfari lesskilnings og margir mál- og hugarþættir hafa áhrif á hann (Kim, 2016). Að segja börnum sögur getur aukið hlustunarskilning þeirra (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2015) sem getur eflt sköpun í tjáningarfærni barna með nýjum hugmyndum (Kim og Pilcher, 2016) og þannig virkað sem kveikja að tjáningu og leik barna (Lindquist, 2001).
Í rannsókn þessari var lögð áhersla á að segja börnunum sögur á fjölbreyttan hátt í gegnum gagnkvæm tjáskipti og leikrit með sögusviði og brúðum. Börnunum var síðan gefinn kostur á tíma og rými til tjáningar og leiks með fjölbreyttum efnivið sem tengdist sögunum. Gagna var aflað með dagbókarfærslum, fundargerðum frá deildarfundum, skráningum ásamt myndbandsupptökum og ljósmyndum til að fanga tjáningu og leik barnanna. Eftir því sem leið á rannsóknina varð starfsfólk í síauknum mæli einhuga um mikilvægi þess að gefa börnum ríkuleg tækifæri til að efla hlustunarskilning sinn og tjáningarfærni, auk þess sem sögur léku sífellt stærra hlutverk í leikskólastarfinu. Í tjáningu barnanna mátti greina góðan skilning á þeim sögum sem þeim voru sagðar auk þess sem sögurnar endurspegluðust í leik þeirra. Greina mátti í tjáningarfærni barnanna að þau höfðu beitt virkum hlustunarskilningi í sögustundunum.
Rannsóknarspurning: Hvernig má þróa leikskólastarf með sögum þannig að börn fái aukin tækifæri til að efla hlustunarskilning sinn og tjáningarfærni?
This essay describes an action research project performed in one classroom division in a preschool in Reykjavík. The aim of the research was to examine the practice and evaluate how the staff could promote the practice with stories to give two and three year old children more opportunities to facilitate their listening comprehension and discourse skills. Listening comprehension is valuable to young children because it precedes reading comprehension. Multiple language and cognitive skills make contributions to listening comprehension (Kim, 2016). Telling stories to children can enhances their listening comprehension (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2015) that provides them with new ideas in their discourse production (Kim and Pilcher, 2016) and can motivate their oral expression and play (Lindquist, 2001).
The learning community of teachers in this study told the children stories in a variety of ways, for example through play and puppet theater. The children were then given time and space to play with different material. Data about what the children did after storytime was gathered with a project diary, documents from staff meetings, documentations, videotapes and photographs of children´s actions and play. The findings show that staff members gained more knowledge about the importance of promoting listening comprehension and discourse production and that they told the children more often stories. The children had gained a good understanding of the stories they had heard during storytime which was evident when they acted out and played those stories. Their expression of stories showed that the children had used active listening comprehension during storytime.
The research question that guided the action research was: How can kindergarten practice with stories be developed as a means to give two and three year old children more opportunities to make progress in their listening comprehension and discourse skills?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MEd ritgerð HB 240522 lokaskil.pdf | 3.34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing með skilum í Skemmuna.jpg | 177.82 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |