is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42417

Titill: 
 • Rísum eins og fuglinn Fönix : leið að lærdómssamfélögum í leikskólum
 • Titill er á ensku Rise like a Phoenix : a journey towards establishing learning communities in preschools
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknir bæði erlendis og á Íslandi lýsa mikilvægi starfsþróunar kennara, faglegra leiðtoga á meðal stjórnenda og í starfsmannahópum. Rannsóknir benda til að byggja þurfi upp samvinnuvettvang sem styrkir lærdómssamfélög. Einnig eru rannsóknir sem sýna að leiðbeinendur í leikskólum finna síður fyrir valdeflingu við þátttöku í lærdómssamfélögum leikskóla. Þeir fá færri tækifæri til samráðs um nám og kennslu leikskólabarna sem veldur minni skuldbindingu við starfið.
  Markmið rannsóknarinnar er að skoða styrkleika og veikleika lærdómssamfélaga fimm leikskóla á Suðurlandi miðað við líkan Sleegers o.fl., (2013), ásamt því að leita leiða til að styrkja þau enn frekar. Rannsóknin byggir á hálfopnum viðtölum við fimm leikskólastjóra og þrjá verkefnastjóra og skoðuð upplifun þeirra á þátttöku í þróunarverkefninu Snemmtæk íhlutun – mál og læsi. Leitast er við að sjá hvað þarf til að hvetja viðmælendur til að þeir nái að styrkja lærdómssamfélög í sínum leikskóla enn frekar. Gögnin voru þemagreind með það markmið að reynsla og upplifun þátttakenda kæmi fram í niðurstöðum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að lærdómssamfélög leikskólanna hafi styrkst við þátttöku í þróunarverkefninu. Þörf er á að stjórnendur auki traust milli aðila á vettvangi, veiti oftar endurgjöf til starfsmanna sem efla fagleg tengsl, ásamt því að þjálfa sig og starfsfólk í að funda markvisst um nám og kennslu til að valdefla leikskólakennara og leiðbeinendur. Þá eflast og dafna, lærdómssamfélög leikskólabörnum á fyrsta skólastigi íslenska menntakerfisins til hagsbóta.
  Þó ekki sé hægt að alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar vekja þær áleitnar spurningar, til dæmis um hvort daglegt amstur stjórnenda leiði til þess að þeir sjái einungis vandann fyrir framan sig, mannekluna dagsdaglega, þegar huga skal að samstarfi og valdeflingu alls starfsfólks leikskóla gegnum samvinnu. Lítill sem enginn undirbúningstími leiðbeinenda og fáir sameiginlegir starfsdagar án leikskólabarna eru án efa dulin hindrun en hugsanlega sú helsta þegar kemur að samstarfi innan leikskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Research both abroad and in Iceland discuss the importance of the professional development of teachers, professional leaders among administrators and in staff groups. Research indicate a need to build a collaborative platform that strengthens learning communities. There are also studies that show that teacher assistants are less likely to experience empowerment by engaging in the learning communities in the preschool setting. They are given fewer opportunities to discuss learning and teaching of preschool children, which results in less commitment to the job.
  The aim of the study is to examine the strengths and weaknesses of learning communities of five preschools in South Iceland, according to Sleegers et al. (2013) model and seek ways to strengthen them even further. Semi-structured interviews were conducted with five preschool administrators and three project managers and their experience of participating in the development project Early Intervention - Language and Literacy was examined. Efforts were made to see what is needed to encourage interviewees, so they can strengthen the learning communities in their preschool even more. The data were thematically analysed with the aim of expressing the participants' experiences and experiences in the results.
  The main results of the study indicate that the learning communities of the preschools have been strengthened by participation in the development project. There is a need for administrators to increase trust between whole staff in the field, intensify feedback to staff to strengthen professional relationships, as well as train themselves and staff to meet and talk systematically on learning and teaching to empower both preschool teachers and teaching assistants. Then preschool learning communities prosper for the benefit of preschool children at the primary level of the Icelandic education system.
  Although it is not possible to generalize about the results of the study, they raise pressing questions: for example, whether the daily grind of administration leads them to see only the problem in front of them, the everyday shortage of staff, when considering collaboration and empowerment of staff. Little to no preparation time for teaching assistants and few opportunities for staff as a group to collaborate without preschool children, present a hidden but probably the biggest hindrance when it comes to collaboration within preschool settings.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42417


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldóra Guðlaug Helgadóttir MEd vor 2022.pdf847.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
24_5_22_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Halldóra Guðlaug.pdf27.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF