Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42424
Social media use has increased in recent years, and it has become a norm for adolescents to have an account on one of the multiple platforms available. As adolescents are considered the most frequent users, many studies have been conducted on the possible effects of social media use on their well-being. Studies have shown that social media use can negatively affect adolescents’ mental health, such as anxiety, depressed mood, and increased social comparison. The current study is a sub-study of a survey conducted by the Icelandic Centre for Social Research & Analysis in February 2018. Participants were 2122 Icelandic elementary school students in 8th – 10th grade, 1085 boys, and 1037 girls. Participants originally answered a questionnaire consisting of 83 multiple-choice questions. For the purpose of this study, questions regarding gender, family structure, economic status, social media use, exercise, and diet were chosen for analysis. A multivariate analysis of covariance (MANCOVA) showed significant main effects between social media use, diet, and exercise patterns. Significant main effects were also found between all covariates, diet, and exercise patterns. The findings suggest that social media use affects diet or exercise patterns among Icelandic adolescents.
Samfélagsmiðlanotkun hefur aukist síðustu ár og algengt er að unglingar eigi aðgang á einum af fjölda miðla sem í boði eru. Unglingar eru taldir vera sá hópur sem notar samfélagsmiðla hvað mest og rannsóknir síðustu ára hafa skoðað margs konar áhrif þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar geti haft neikvæð áhrif á andlega heilsu unglinga, svo sem aukið líkur á dapurleika, kvíða og félagslegum samanburði. Þessi rannsókn er undir rannsókn af rannsókn sem Rannsóknir & greining framkvæmdi á Íslandi árið 2018. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 2122 íslenskir grunnskólanemendur í 8. - 10. bekk, 1085 drengir og
1037 stúlkur. Þátttakendur svöruðu upprunalega spurningalista sem samanstóð af 83 fjölvalsspurningum. Þær spurningar sem snéru að efni þessarar rannsóknar voru notaðar.
Spurningarnar innihéldu upplýsingar um kyn, fjölskyldumynstur, fjárhagsstöðu fjölskyldu, samfélagsmiðlanotkun, hreyfingu og mataræði. Margbreytusamdreifigreining sýndi marktæk meginhrif á milli samfélagsmiðlanotkunar, mataræðis og hreyfingarmynsturs. Einnig sáust
meginhrif á milli allra skýribreyta, mataræðis og hreyfingarmynsturs. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samfélagsmiðlanotkun hafi áhrif á mataræði og hreyfingarmynstur unglinga á Íslandi.
Lykilorð: Samfélagsmiðlanotkun, mataræði, hreyfing, unglingar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc thesis.pdf | 323,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |