is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42426

Titill: 
  • Hver er staða barna með ADHD greiningar í íslensku skólakerfi? : búa öll börn á skólaskyldualdri við sem bestu aðstæður til náms og þroska?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennslufræðum við Háskóla Íslands. Ritgerðin er hefbundin heimildaritgerð sem skiptist í fimm kafla ásamt undirköflum þar sem leitast verður svara við tveimur rannsóknaspurningum. Fyrri spurningin spyr hver staða barna með ADHD greiningu sé í íslensku samfélagi ásamt því að varpa ljósi á réttindi barna og ungmenna. Með seinni spurningunni leitast höfundur við að svara því hvaða kennsluaðferðir eru árangursríkari en aðrar fyrir umrædda nemendur. Í ritgerðinni er gert grein fyrir ADHD ásamt fylgiröskunum sem og afleiðingum raskanarinnar á daglegt líf barna og ungmenna. Þá verður farið yfir stöðu nemenda á Íslandi með sérþarfir ásamt leiðum sem teljast vænlegar fyrir slíka nemendur. Við gerð þessarar ritgerðar notaðist höfundur við fræðileg rit og bækur.
    Niðurstöður ritgerðar vörpuðu ljósi á að mikill hluti ungmenna þjáist af ADHD og virðist vandinn vera vaxandi. Þá kom einnig í ljós að geðheilbrigði á meðal íslendinga hefur hrakað verulega og lyfjanotkun barna er afar há. Biðlistar eftir sérhæfðri þjónustu eru langir þar sem meðal biðtími á greiningum ADHD er tæplega tvö ár. Misrétti milli landshluta virðist ríkja þar sem nemendur í litlum sveitarfélögum búa ekki við sömu réttindi og nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingsmiðað nám er afar farsæl kennsluaðferð þegar kenna á börnum með ADHD, þar sem námið er gert í samræmi við þau. Kennari þarf ætíð að sýna nemendum sínum umburðarlyndi og vera jákvæður fyrir breytingum í sinni kennslu. Gott samstarf milli heimili og skóla er skilyrði í farsælli skólagöngu nemenda, þá þurfa allir starfsmenn skólanna að stuðla að góðri líðan sem á rætur sínar að rekja í góðum samskiptaháttum.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed_lokaritgerð.pdf411.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_SBR.pdf63.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF