is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42444

Titill: 
 • Hver eru réttindi mín? : aðgengi að upplýsingum um réttindi fatlaðs fólks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er úttekt á því hversu aðgengilegar upplýsingar fólks um réttindi þess eru. Valdar voru heimasíður sjö hagsmunasamtaka fatlaðs fólks ásamt fimm heimasíðum stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Við úttektina var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir.
  Markmið rannsóknarinnar er að taka saman upplýsingar um réttindi fólks á ákveðnum heimasíðum og sjá hversu aðgengilegar upplýsingarnar eru. Nauðsynlegt var að þrengja umfjöllunarefnið og að endingu var ákveðið að gera úttekt á heimasíðum fimm sveitarfélaga og sjö hagsmunasamtaka. Takmarkanir verkefnisins eru fjöldi þeirra heimasíðna sem skoðaður var og þess vegna er verkefnið upplagt til þess að vinna og þróa lengra. Taka saman allar upplýsingar um réttindi fólks á aðgengilegan, einfaldan og þægilegan hátt, helst á miðlægum gagnagrunni, þar sem öll þjónustukerfin sem þjónusta fatlað fólk tali saman.
  Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á mismunandi skilningi á fötlun, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, lögum um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 ásamt því að nýlegar rannsóknir á málefninu eru lagðar til grundvallar.
  Niðurstöður úttektarinnar leiddu í ljós að hægt er að finna ýmsar upplýsingar um réttindi fólks á heimasíðum hagsmunasamtakanna og sveitarfélaganna. Heimasíðurnar eru þó misaðgengilegar og það er mikill munur á því hvaða réttindi er lögð áhersla á hjá hagsmunasamtökum og sveitarfélögum. Einnig er misræmi mikið og oft var að finna stór göt þar sem vantaði upplýsingar. Nauðsynlegt er að gera betur til þess að auka aðgengi fólks að upplýsingum um réttindi sín. Það er mannréttindamál.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver eru réttindi mín - Aðgengi að upplýsingum um réttindi fatlaðs fólks.pdf487.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg79.84 kBLokaðurHeildartextiJPG