Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42447
Þetta er lokaverkefni til BA- gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorið 2022. Verkefni fjallar um börn af erlendum uppruna á Íslandi sem eru greind með einhverfu og mikilvægi þess að efla upplýsingaflæði til foreldra og aðstandenda þeirra um greiningarferli og aðgengi að þjónustu á Íslandi. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru: hvers vegna er samvinna við foreldra barna með einhverfu mikilvæg þegar kemur að því að auka lífsgæði barna þeirra og hvernig má styrkja stöðu foreldra af erlendum uppruna í þessari samvinnu?
Verkefnið er í tveimur hlutum; annars vegar er vefsíða á pólsku sem fjallar um greiningarferlið á Íslandi, réttindi, þjónustu og upplýsingar um stofnanir og félagssamtök sem vinna að málefnum einhverfra barna. Hins vegar er greinargerð sem fjallar um foreldra af erlendum uppruna á Íslandi sem eiga einhverf börn og áherslur í starfi þroskaþjálfa á fjölskyldumiðaða samvinnu. Einnig er sagt frá því hver sé staða foreldra af erlendum uppruna sem eiga einhverf börn á Íslandi og hvernig vefsíðan geti stutt við þessa samvinnu og aukið við þekkingu foreldra sem varðar börn þeirra.
Gagna við gerð þessa verkefnis var aflað úr lögum, reglugerðum og opinberum gögnum sem og ritrýndum heimildum. Niðurstöður leiða í ljós að vel upplýstir foreldrar vinna frekar að auknum lífsgæðum og þjónustu fyrir börn sín.