Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42448
Stór hluti háskólanema er ungt fólk á því tímabili lífsins þar sem lífsstílsmynstur þróast tiltölulega hratt. Það hefur sýnt sig meðal hópsins að það geti dregið úr hreyfingu, mataræðið tekur ýmsum breytingum og mikil streita gerir vart við sig. Síðastliðin tvö ár höfum við lifað við breyttar aðstæður með tilkomu og útbreiðslu Covid-19 faraldursins. Stjórnvöld lokuðu á ýmsa starfsemi sem hafði áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu almennings. Í faraldrinum hafa háskólanemar þurft að umturna lífi sínu og því má ætla að þeir mæti nýjum heilsufarsógnum.
Þetta verkefni er hluti af stærri rannsókn sem ber nafnið „Heilsuhegðun háskólanema á tímum Covid-19: Svefn, hreyfing, næring og andleg líðan“. Rannsóknin var þversniðsrannsókn og tilgangur hennar var að meta hver áhrif Covid-19 hefði haft á líf og lifnaðarhætti háskólanema. Notast var við spurningalista þar sem spurt var út í ýmsa þætti sem snúa að hreyfingu, líðan og fæðuvali fyrir og á tímum Covid-19 meðal fyrsta árs háskólanema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Alls svöruðu 118 nemendur spurningalistanum og áttu 115 gild svör (62 karlar og 53 konur).
Niðurstöður sýndu að hreyfing minnkaði umtalsvert frá því fyrir Covid-19, en þó síður meðal kvenna. Kyrrseta jókst og líkamleg heilsa fór versnandi, mun fleiri karlar mátu líkamlega heilsu sína verri. Karlar æfa frekar skipulagðar íþróttir en mikill meirihluti bæði karla og kvenna stunda líkams- eða heilsurækt. Svipaður fjöldi karla og kvenna og meira en helmingur þátttakenda upplifðu andlega heilsu sína verri. Konur upplifðu mun meiri streitu og einmanaleika miðað við karla sem meta sig síður ófríða og óaðlaðandi og eru einnig ánægðari með líkamlegar breytingar sem hafa átt sér stað seinustu ár. Konur mátu fæðuval sitt á hinn boginn betra og hefur áfengisneysla þeirra frekar staðið í stað. Tíðni á neyslu matvæla úr einstökum fæðuflokkum, m.a. grænmeti og ávextir, er svipuð á milli kynjanna.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hreyfing, líðan og fæðuval íslenskra háskólanema hafi dvínað umtalsvert á tímum Covid-19.
The majority of university students are entering the stage of young adulthood where their lifestyle pattern starts forming for the future. It has been shown that physical activity, nutritional habits and well-being can undergo rapid changes among the group. The last two years we have been living with a global pandemic and the outbreak of Covid-19. Governments enforced restrictions and lockdown that affected both physical and mental health. In the pandemic, university students have had to adapt and rearrange their life accordingly.
This project is a part of a larger study „Heilsuhegðun háskólanema á tímum Covid-19: Svefn, hreyfing, næring og andleg líðan“. This study is a cross-sectional study, and the purpose was to explore the possible effect of Covid-19 on university students. Participants answered questionnaires about physical activity, well-being and nutritional habits during Covid-19 among first year’s students at the School of Education University of Iceland. The study involved 118, 115 valid answers (62 men and 53 women).
The results showed that physical activity decreased during the pandemic and less by women. Sedentary behaviour increased, physical health got worse and especially among men. Men are more likely to take part in organised sports, while both genders take part equally in other physical exercises. More than half of participants felt their mental health got worse at the time. Women experienced more stress and loneliness, and men are less likely to feel unattractive and are happier with their changes of their physical body in the last couple of years. Women tend to assess their nutritional habits better and their alcohol consumption has been more stable compared to men. Food frequencies are similar between both genders.
The results indicate that physical activity, well-being and nutritional habits among Icelandic University students have drastically decreased at the times of Covid-19.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing_VignirSnær.pdf | 587,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MS_VignirSnær.pdf | 696,41 kB | Lokaður til...31.05.2027 | Heildartexti |