Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42450
Lystigarður möguleikanna tilheyrir Astrid loftslagsmál menntaseríunni. Markmið hennar er að veita ungmennum verðug verkefni í baráttunni gegn loftslagsvandanum, ýta undir hegðunarbreytingu hjá þeim og meðvitund um áhrif daglegra athafna. Heimurinn stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum sem ekki hefur tekist að sporna gegn þrátt fyrir samhentar aðgerðir. Að hluta til vegna þess hve erfiðlega gengur að breyta mannlegri hegðun sem hefur slæm áhrif á umhverfið. Þörfin á menntun til sjálfbærrar þróunar hefur aldrei verið meiri. Ungt fólk í dag er meðvitað um vandann vegna upplýsingaflæðis hvaðanæva að, en það vefst fyrir því hvernig best sé að bregðast við vandanum. Skortur er á verkefnum sem byggja á gagnvirkri samvinnu, þar sem leitað er leiða til að koma á jafnvægi milli efnahags, samfélags og umhverfis, sem er kjarni sjálfbærrar þróunar. Markmið verkefnisins er að rannsaka menntagildi Lystigarðs möguleikanna, gagnvirks sýndarveruleikaumhverfis, sem og þróa námsefni sem byggir á skapandi kennsluaðferðum og menntun til sjálfbærrar þróunar. Til að stuðla að aukinni hæfni ungs fólks til að greina vandamálið frá fjölbreyttum sjónarhornum með valdeflandi verkefnum í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Áhersla er á nemendamiðað og umbreytandi nám þar sem hver og einn nemandi fær tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og hæfileika í samvinnu við aðra í skapandi leitarnámi þvert á námsgreinar. Alþjóðasamfélagið þarfnast ungmenna sem eru upplýst og hæf til að leggja mat á eigin ákvarðanatöku og áhrif hennar út frá ólíkum sjónarhornum. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknarhefð (e. qualitative) með fyrirbærafræðilegu sniði (e. phenomenology). Viðfangsefnið var kannað í víðu samhengi út frá rannsóknarspurningum og þrengt með tilleiðslu. Gagnaöflun byggðist á fræðilegri kortlagningu, þátttöku í vinnustofum ásamt notendaprófun og rýnihópum þar sem leitað var eftir frásögn og upplifun þátttakenda, bæði kennara og nemenda af samvinnu í Lystigarði möguleikanna. Niðurstöðurnar benda til að nemendur vilji hafa áhrif á nám sitt á skapandi og rannsakandi hátt. Einnig benda þær til þess að þátttaka í Lystigarði möguleikanna auki færni og getu þátttakenda. Ungmennunum þótti upplifunin skemmtileg, með tilkomu sýndarveruleikans sem jók á áhuga þeirra, ásamt því að veita aukna innsýn og þekkingu á hugsun sjálfbærrar þróunar. Reynslan veitir einnig fjölbreytta sýn á margþætt vandamál á þverfaglegan hátt. Greina mátti aukinn vilja þeirra til að fræðast meira um umhverfisvandann. Leikurinn er hannaður af Gagarín í nánu samstarfi við Veðurstofu Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun og Environics. Verkefnið er að hluta til styrkt af Gagarín, Rannís, Nýsköpunarsjóði námsmanna og Loftslagsjóði.
Garden of Choices is a part of the Astrid Climate Change series of educational titles where the goal is to empower youth and guide them to change their habits by taking climate change into consideration in their daily lives and decision making. The world is facing enormous challenges when it comes to climate change and while several measures have been put in place to fight global warming caused by human activity. There is a lack of efficient educational material and the momentum for sustainability education has never been stronger. Young people today are aware of the problem, but they struggle to translate their knowledge into effective actions. It‘s a hard task to formulate effective strategies with all the information they receive on the topic. The subject of climate change is best done by empowering and informing the youth so they are equipped to make the judgments, decisions, and innovations needed for the future. The aim of the project is to research the theoretical framework of Garden of Choices and develop a study program in climate education for young people, which is based on creative teaching methods and education for sustainable development. In addition, it seeks to promote knowledge on climate change among young people and create opportunities for participation in empowering projects in the fight against climate change. The research methodology is based on a qualitative research tradition, with a phenomenological format. The subject was explored in a broad context based on research questions and narrowed down by inductive methods. Data collection was based on developmental workshops, user tests, and focus groups. The workshops provided insights into the ideas and thoughts that went into developing the virtual experience. During user tests the reactions of participants were examined and recorded. The Focus groups provided participants’ narratives and experiences of collaboration in the Garden of Choices. The findings show that students want to influence their studies to increase the opportunities for creative and scientific approaches to learning. The results indicate that the Garden of Choices provides students with experiences that increase skills and abilities that go into the process of decision making such as cooperation, considering differing opinions and viewpoints, and weighing the diverse consequences of this process. The young people were excited about experiencing learning materials through virtual reality. In addition, there are indications that the participants’ experiences of virtual reality sparked an interest and a willingness to increase their knowledge of environmental problems. The experience also provides an interdisciplinary perspective on a multifaceted problem. The game is designed in close collaboration between Gagarín and the Icelandic Meteorological Office, Reykjavík University, University of Iceland, Environmental Agency of Iceland, and Environics. The project is funded partly by Gagarin, Rannís Innovation grants, and the Icelandic Climate Change grant.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna_Kristín_Valdimarsdóttir_greinargerð.pdf | 3.64 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Anna_Kristín_Valdimarsdóttir_náms- og kennsluefni.pdf | 13.78 MB | Opinn | Kennsluefni | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 189.7 kB | Lokaður | Yfirlýsing |