is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42451

Titill: 
  • Flýgur flugdrekinn? : staða innleiðingar og viðhalds SMT skólafærni í einu sveitarfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að skólar búi yfir árangursríkum og skipulögðum aðferðum til þess að mæta þörfum allra nemenda og móta þannig jákvætt andrúmsloft í skólasamfélaginu. Nauðsynlegt er að þjálfa starfsfólk skólanna í gagnreyndum nálgunum til að styrkja jákvæða hegðun nemendahópsins og til að koma í veg fyrir og stöðva óæskilega hegðun. SMT skólafærni er dæmi um slíka aðferð en nálgunin hefur verið notuð hér á landi í yfir 20 ár. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu innleiðingar á SMT skólafærni í einu sveitarfélagi og hvernig þeirri nálgun er viðhaldið 20 árum eftir að hún var fyrst innleidd. Skoðað var hvernig þjálfun og fræðslu starfsfólks er háttað, hvernig gæðaeftirlit fer fram og hvort nægjanlegar bjargir eins og stuðningur við verkefnið séu fyrir hendi. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt þar sem hentugleikaúrtak var notað og tekin viðtöl við fimm skólastjórnendur í sveitarfélaginu sem um ræðir þar sem stuðst var við viðtalsramma. Viðmælendur hafa allir mikla reynslu af SMT skólafærni af störfum sínum við einn eða fleiri skóla sveitarfélagsins. Viðtölin fóru öll fram á samskiptaforritinu TEAMS og við greiningu gagna var þemagreiningu beitt í anda Braun og Clarke (2013). Niðurstöður sýna með jákvæðum hætti fram á að grunnskólar sveitarfélagsins hafa haldið vel utan um SMT skólafærni í kjölfar innleiðingar. Mikil þekking hefur skapast innan skólanna og almennt er litið á SMT skólafærni sem ákjósanlegan kost til þess að mæta þörfum allra nemenda. Niðurstöður eru hins vegar einnig ákall á aðstoð því skólastjórnendur meta stuðning við aðferð, viðhald og framtíðarsýn SMT skólafærni verulega ábótavant í sveitarfélaginu. Þjálfun, fræðsla og handleiðsla starfsmanna, stjórnenda og teymisfólks er nánast alfarið að frumkvæði starfsfólks innan skólanna og skipulögð af þeim. Eina aðkoma sveitarfélagsins við SMT skólafærni að mati skólastjórnenda er við skipulag á fyrirlögn SET matstækisins, sem metur fylgni skólanna við SMT aðferðina. En einnig kemur í ljós að eftirfylgni með niðurstöðum úr SET mati virðist skorta. Niðurstöður rannsóknarinnar eru áskorun fyrir viðkomandi sveitarfélag til þess að varðveita þekkingu innan skólanna á SMT skólafærni og þróa starfið enn frekar.
    Lykilhugtök: PBIS, SMT skólafærni, PMTO, gagnreynd aðferð, innleiðing, sjálfbærni, trygglyndi við aðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    To meet the needs of all students it is important that schools implement effective, strategic methods for creating a positive school environment. Training school-staff in using evidencebased methods to promote positive behavior among all students is vital. PBIS is one such method and has been used in Iceland for over 20 years. The aim of this study was to review the status of PBIS implementation in one municipality and to examine whether and how the program has been sustained since its initial implementation two decades ago. Staff training, coaching, and quality control, as well as the adequacy of project support and resources, were
    investigated, using qualitative research methods. Participants, who included five school administrators selected using purposive sampling methods, shared their views and experiences via semi-structured interviews. All participants had substantial PBIS experience as part of their work in one or more schools within the municipality. Interviews were conducted via an online meeting platform (Microsoft Teams) and data were analyzed using Braun and Clarke’s six-phase thematic analysis approach. Results revealed that all schools have successfully continued PBIS implementation since its initiation. School staff has gained significant knowledge regarding PBIS and they view it as a good option for meeting all students’ needs. Nonetheless, the present findings also reflect a “cry for help”, in that participants indicated that program support and maintenance, as well as a future vision for PBIS in the municipality are inadequate. Coaching, training, and guidance for staff,
    administrators, and teams is entirely led and organized by each school. Based on participant responses, the municipality’s only involvement includes organizing the assessment of PBIS implementation fidelity using the SET tool; however, follow up regarding assessment data seems to be lacking. The current results underscore the challenge faced by the municipality in preserving PBIS knowledge gained by the school community, and in future development of the program.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leifur S. Garðarsson_yfirlysing_lokaverkefni_22.pdf226,56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
LSG_Flýgur flugdrekinn.pdf732,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna