is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42454

Titill: 
  • Hugtakaskilningur í stærðfræði : efling námssamfélags stærðfræðikennara á Menntafléttunámskeiði
  • Titill er á ensku Conceptual understanding in mathematics : promoting a learning community in a course by Menntaflettan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaraverkefni er rýnt í hvað einkennir þróun námssamfélaga stærðfræðikennara á námskeiði Menntafléttunnar og hvernig líkan hennar nýtist til að efla námssamfélög. Markmiðið er einkum að skoða hvernig grunnuppbygging námskeiða Menntafléttunnar nýtist við að efla stærðfræðikennara í starfi.
    Gerð var starfendarannsókn þar sem gögnum var safnað um þróun námssamfélags í einum skóla og hvernig efni námskeiðsins nýttist til að efla stærðfræðikennslu. Rannsóknin fór fram skólaárið 2020-2021 og var rannsakandi háskólakennari á viðkomandi námskeiði. Eigin vettvangsnótur og gögn frá fundum í skólanum sem fylgst var sérstaklega með voru megingögn rannsóknarinnar ásamt fundargerðum háskólakennara sem kenndu á námskeiðinu með rannsakanda. Auk þess var spurningalisti lagður fyrir leiðtoga allra þeirra skóla sem tóku þátt í námskeiðinu.
    Helstu niðurstöður sýna að námskeiðslíkan Menntafléttunnar virðist henta kennurum vel til starfsþróunar og fannst þeim námsefnið nýtast til að styðja við stærðfræðikennslu. Kennarar voru ánægðir með lesefni, myndbönd og hugmyndir að verkefnum og að námsgögnin voru á íslensku. Kennarar töldu sig hafa gagn af þátttöku í námskeiðinu þó að undirbúningur þeirra fyrir fundina hafi verið misjafn og mismunandi hversu mikið þeir náðu að rýna í og nýta efnið til hlítar í kennslu. Niðurstöður sýna einnig að námsamfélagið sem ég var sérstaklega að rannsaka efldist á meðan rannsókn stóð yfir. Kennarar ræddu saman um efni námskeiðsins og áttu faglegar umræður. Kennarar í árgöngum undirbjuggu verkefni fyrir nemendur í samræmi við efni og kennslufræði námskeiðsins. Í umræðum á fundum kom fram að kennarar fengu góðar upplýsingar um námslega stöðu nemenda í stærðfræði í kjölfar þess að verkefnin voru opin og buðu upp á umræður nemenda og fjölbreyttar lausnaleiðir.
    Það ber að hafa í huga að breytingar á skólamenningu tekur tíma og það tekur meira en eitt ár fyrir námssamfélag að festa rætur. Vonandi var þátttaka á Menntafléttu-námskeiðinu Hugtakaskilningur í stærðfræði dropinn sem byrjaði að hola steininn.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores what characterizes the development of learning communities of mathematic teachers in a course by Menntafléttan and how the model Menntafléttan helps to promote a learning community. The goal of the study is to explore how the fundamental structure of the courses by Menntafléttan support mathematics teachers in developing their practice.
    Data was collected during action research in the school year of 2020 – 2021. It tracks how the learning community in a school progressed throughout the duration of the study and how the course’s material supported teachers to improve their mathematics teaching. The main researcher participated in the course as a teacher.
    The research data came from meeting notes taken by university teachers who taught the course with the researcher, field notes from the researcher and meeting notes gathered from the school that were main subjects of the research. Finally, all participants on the course were asked to fill out a questionnaire to gather feedback.
    The model for the course suited the teachers well. The teachers felt that the material was beneficial to their teaching of mathematics. They were satisfied with the articles, video content and the ideas for novel tasks for students and that the material was in Icelandic. The teachers felt that they benefited from the course. Sometimes, teachers had practical difficulties in preparing for the meetings and consequently did not always try out the teaching material in their classrooms.
    The learning community that I focused specifically on became more powerful during the research. The teachers communicated more about the course´s material and the discussions became more professional. The teachers prepared a project for students and felt that they had increased knowledge about their students’ knowledge in mathematics because the projects were open and gave opportunities for students to discuss and use multiple ways to solve the projects.
    It is important to bear in mind that changes in school culture takes time and it takes more than one year for a learning community to settle in. Hopefully the participation in the Menntafléttan-course Conceptual understanding in mathematics will be the drop that begins to make the hole in the stone.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Hugrun Bjarnardottir M.Ed.2022.pdf2,3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Birna Hugrun Bjarnardottir yfirlysing i Skemmu.pdf172,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF