is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42455

Titill: 
 • Mikilvægi liðleikaþjálfunar fyrir íþróttaiðkendur : handbók fyrir liðleikaþjálfun
 • Titill er á ensku The importance of flexibility and mobility for athletes : handbook with flexibility and mobility programs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í liðleikaþjálfun er hægt að þjálfa annars vegar liðleika með því að teygja á vöðvum og liðamótum og hins vegar lipurð með því að styrkja vöðvana sem eru andstæðir við teygða vöðvann. Þetta er gert með því að þjálfa annars vegar virkan liðleika, sem þjálfar lipurð, eða hins vegar óvirkan liðleika, sem þjálfar liðleika. Hægt er að þjálfa bæði virkan og óvirkan liðleika með annaðhvort hreyfi- eða kyrrstöðuliðleikaæfingum og er það gert með stöðuteygjum, hreyfiteygjum eða PNF teygjum. Margt hefur áhrif á liðleika eins og erfðir, kyn, aldur, líkamleg virkni og líkamsgerð sem segir til um hversu auðvelt er fyrir einstakling að auka eða viðhalda liðleika. Helstu markmið þessa verkefnis, sem hér er fjallað um, eru annars vegar að fræða fólk um mikilvægi liðleikaþjálfunar og kosti hennar og hins vegar að semja liðleikaþjálfunaráætlun sem auðvelt er að fylgja og þar með framkvæma samhliða annarri líkamlegri þjálfun. Við gerð verkefnisins var rýnt í nýjustu rannsóknir og fræðirit til þess að safna saman upplýsingum um liðleikaþjálfun og helstu ávinninga hennar. Helstu niðurstöður voru þær að liðleikaþjálfun getur bætt árangur íþróttamanna þar sem stirðleiki getur heft hreyfingar og hefur þar með áhrif á hvernig líkaminn vinnur í átökum. Einnig fylgja margir ávinningar liðleikaþjálfun og má þar nefna streitu- og spennulosun vöðva, forvörn gegn meiðslum, betri svefn, aukið blóðflæði til vöðva, bætt líkamsstaða og mýkt hreyfinga. Þar sem ávinningarnir eru svo margir ættu flestir að geta fundið fyrir einhverjum af ávinningunum sem fylgja því að stunda liðleikaþjálfun. Hvaða afbrigði þjálfunarinnar er valið virðist ekki skipta höfuðmáli til að finna fyrir ávinningum hennar, heldur eingöngu að liðleikaþjálfun sé stunduð.

 • Útdráttur er á ensku

  Stretching programs can help train both flexibility by stretching the muscles and joints, as well as mobility by strengthening the muscles that are opposite the stretched muscle. This is done by training both active flexibility, which trains mobility, as well as inactive flexibility, which trains flexibility. It is possible to train both active and inactive flexibility by performing either dynamic or static flexibility exercises and it is done using either static, dynamic or PNF
  stretches. Many things affect mobility such as genes, sex, age, physical activity, and body type, which dictate how easy it is for an individual to increase or maintain mobility. The main goal of this thesis is to educate people on the importance and benefits of flexibility and mobility programs, as well as to develop a flexibility and mobility training program that is easy to follow and perform side-to-side with other types of physical exercise. This project was formed after analysing the most recent research and academic manuscripts and collecting information relevant to both flexibility and mobility and its benefits. The main result of this project was that flexibility and mobility programs can increase athletic performance. This is primarily because stiffness can hinder movement and thus impact how the body works during physical strain. Furthermore, there are many benefits to a flexibility program such as stress and muscle tension release, injury prevention, sleep quality improvement, muscle blood flow increase, better posture, and more efficient movement. Since there are so many potential benefits most people should be able to receive some of those benefits by following a flexibility program regularly. It seems that the type of flexibility exercises that are performed is not the most- important part to yield some benefit from it, but rather that flexibility or mobility programs are performed.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi liðleikaþjálfunar fyrir íþróttaiðkendur.pdf565.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbók fyrir liðleikaþjálfun.pdf1.35 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf200.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF