Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42457
Markmið rannsóknarinnar er að leita svara við því hvernig leikskólakennari getur hlustað betur á raddir barna og fundið leiðir til að fylgja hugmyndum þeirra eftir. Tilgangurinn er að gefa röddum barna aukið vægi í daglegu starfi leikskóla, eflast sem fagaðili og móta eigin starfskenningu með það í huga.Rannsóknin er starfendarannsókn, þar sem notaðar voru fjölbreyttar aðferðir við gagnaöflun. Þau gögn sem rannsóknin byggir á eru rannsóknardagbók, vettvangsathugun, uppeldisfræðilegar skráningar og ljósmyndir. Rannsóknin var framkvæmd á deild í leikskóla sem rannsakandi hefur unnið á undanfarin tvö ár. Leikskólinn er staðsettur á suðvesturhorninu og starfar eftir hugmyndum leikskólanna í Reggio Emilia. Markmið starfendarannsókna er að rýna í eigin starfshætti, öðlast betri skilning á eigin starfi og gera breytingar í kjölfarið. Því var rannsakandinn aðalþátttakandinn í rannsókninni, en aðrir þátttakendur voru starfsfólk deildarinnar sem rannsakandi starfar á, ásamt öllum börnunum sem þar dvelja. Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þær nálganir, sem leikskólakennarinn notaði í starfi með börnunum, höfðu áhrif á hvernig hann hlustaði á raddir þeirra. Þeir þættir sem höfðu áhrif á nálganir leikskólakennarans voru: Viðhorf hans til barna og leikskólastarfsins, þekking á stefnu og skipulagi leikskólans, eigin fagmennska og metnaður til þess að gera meira fyrir börnin. Jafnframt var mikilvægt fyrir leikskólakennarann að setja börnunum mörk og færa rök fyrir afstöðu sinni í málum sem tengdust þeim. Leikskólakennarinn þurfti að þekkja barnahópinn vel, þarfir hans og margvíslegan tjáningarmáta barnanna, en börnin tjáðu hugmyndir sínar með ólíkum hætti í ferlinu, bæði í töluðu máli og með líkamstjáningu. Þá bentu niðurstöðurnar einnig til þess að skipulagning námsumhverfis hafi áhrif á tækifæri barnanna til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hugmyndir barnanna gátu verið frábrugðnar hugmyndum fullorðinna um leikskólastarfið og því er mikilvægt að raddir og sjónarmið barna komi fram, auk þess að vekja aðra kennara til umhugsunar um hvernig þeir hlusta á börn og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri í daglegu starfi.
The aim of this study is to better understand how preschool teachers listen to children's voices and find ways to follow their ideas. The purpose of the study is to give value to children's voices in the daily activities of preschool, grow professionally and formulate a professional working theory. The study is an action research that uses various methods of data collection. Those methods, which the study is based on, are field notes, observation, pedagogical documentation and photographs. The study was conducted in a preschool classroom that the researcher has been working for the past two years. The preschool is influenced by the Reggio Emilia educational philosophy, it is located in the southwest part of Iceland and has eight classrooms. The aim of action research is to explore and better understand one's own working methods and to make positive changes as a result, therefore, the researcher herself was the main participant in the study but other participants were the staff of the classroom where the researcher works along with all the children staying there. The main findings of this study indicate that the approaches that preschool teachers used in their work with children influenced the way in which they listened to their voices. The factors that influenced the preschool teacher were; her attitude towards children and the preschool work, knowledge of the preschool's policy, the teacher‘s professionalism and her ambition to do more for the children. Furthermore, it was important for the preschool teacher to set boundaries for the children and inform them on matters that relate to them. It was imperative for the preschool teacher to know the group of children well enough to understand their needs and their various ways of expression, as children expressed their ideas in various ways in the process; both verbcally and physically. In addition, the findings indicate that the way children express their ideas depend on the way in which the learning environment is organised. Children's ideas may differ from adults' ideas about preschool activities, and therefore the researcher finds it imperative that children‘s voices and ideas are expressed and made visible. In order for that to be put into practice, it is important to evoke preschool staff to reflect on how they listen to children and put their views into practice in daily preschools activities.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni M.Ed Sigurbjorg Lara.pdf | 754.78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sigurbjorg Yfirlysing Skemma.pdf | 38.56 kB | Lokaður | Yfirlýsing |