is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42458

Titill: 
 • Á milli stúdentprófs og heimsreisu : rannsókn á ástæðum þess að ungt fólk sem starfar í leikskólum sækir síður í leikskólakennaranám
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þann hóp ungs fólks sem velur að vinna tímabundið í leikskóla fljótlega eftir stúdentspróf. Lagt var upp með að svara eftirfarandi spurningum: Hver eru viðhorf níu ungra leiðbeinenda sem starfar tímabundið í leikskólum til leikskólastarfsins? Og hins vegar: Hverjar eru helstu ástæður þess að það leggur ekki fyrir sig leikskólakennaranám?
  Rannsóknin var unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við níu unga einstaklinga sem starfa sem leiðbeinendur eða leiðbeinendur með stuðningi á fimm leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Unnið var með sameiginlegan viðtalsramma og viðtölin tekin í gegnum fjarfundabúnað ekki síst vegna þess að aðstæður í þjóðfélaginu vegna heimsfaraldurs buðu upp á það.
  Við greininguna var notuð þemagreining til þess að vinna úr viðtölunum. Stuðst var við skrefin sex sem þær Braun og Clarke þróuðu og voru gögnin kóðuð til þess að skýra niðurstöðurnar. Við þá vinnu mynduðust eftirfarandi þemu: Skoðanir foreldra viðmælenda á leikskólastarfinu, samfélagsleg viðhorf og umræða, fyrirfram gefin námsstefna viðmælendanna og áhrif annarra starfsmanna og starfsanda í leikskólanum.
  Niðurstöðurnar sýna skýrt að áhrif foreldra á nám- og starfsval viðmælenda eru mikil og bendir allt til þess að þær skoðanir byggi mikið á hugmyndum um laun og mismikilvæg störf og menntun. Auk þessa spila fyrirmyndir stórt hlutverk í því að viðmælendur sjá ekki framtíðina í því að sækja í leikskólakennaranám og upplifun þeirra af leikskólaumhverfinu mótar einnig skoðanir þeirra og viðhorf.
  Þessi rannsókn sýnir að vert er að skoða þetta efni enn betur, ekki síst hvaðan skoðanir foreldranna koma og hvernig leikskólaumhverfið hefur áhrif á unga leiðbeinendur. Þær upplýsingar sem verða til við þessa rannsókn og framhaldsrannsóknir á sama efni gætu nýst í ímyndarvinnu leikskólakennara og til þess að ná betur til þessa hóps á framhaldsskólastigi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to examine young people who have just finished their A levels, and have chosen to work temporarily in preschool as assistants. The object of this paper was to answer the following questions: What opinion do young people working temporarily in preschool have of the work inside the preschools? And: What are the main reasons why young people do not enrol for preschool teacher education?
  The research was based on qualitative methods where nine young individuals participated in semi-structured interviews. The interviewees worked as assistants or specialised assistants in five different preschools in the capital area of Iceland. All interviews were based on the same framework of questions, and the interviews were carried out via online video conferencing software; due to restrictions because of the Covid 19 lockdown.
  The data from the interviews were analysed using thematic analysis. based on the six steps according to Braun and Clarke. The data was coded in order to interpret the results. Through this process, the following themes were established. The views that the parents of the interviewees have on preschools, societal opinion and debate, predetermined position towards education, and the influence of co-workers and morale in preschools.
  The results clearly demonstrate strong parental influence on choice of education and career among young people. Further, they indicate that those views are largely founded on ideas about salary and, how some jobs and education are more important. In addition, role models have a great influence on young people who do not see it as rewarding if they enrol in preschool teacher education, and their experience of the preschool environment has also affected their opinions and attitude.
  This research shows that this topic must be studied further, not least where the opinions of the parents stem from, and how preschool environment affects young people working as assistants. The data that are collected through this research and further research on the same topic, could be useful in working on the image of preschool teachers, and to reach this target group during their upper secondary education.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing 19.05 2022 Gerður Magnúsdóttir.pdf128.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.ed Ritgerð Gerður Magnúsdóttir .pdf598.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna