is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42459

Titill: 
  • „Má ég fá meiri tíma til að leika?“ : háskólanemum kennt að ýta undir tjáningu nemenda til þess að veita þeim aukin áhrif á námsumhverfi sitt, bæta líðan og þol fyrir kröfum
  • Titill er á ensku „Can I have my way please?“ : training university students to implement delay tolerance and functional communication to children with developmental disabilities
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Atferlismiðuð færniþjálfun er gagnreynd þjálfunaraðferð til að kenna fólki nýja færni og hefur verið notuð til að kenna umönnunaraðilum og starfsfólki margskonar færni sem tengist aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Markmið þessarar rannsóknar var að nota atferlismiðaða færniþjálfun í uppsettum aðstæðum til að kenna þremur háskólanemum í starfsþjálfun að framkvæma færnimiðaða boðskiptaþjálfun í sex skrefum og meta yfirfærslu þeirrar færni í kennslustofu sérskóla með 11 ára einhverfum nemanda. Háskólanemarnir voru þrjár konur á aldrinum 24-26 ára. Tvær þeirra voru í meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands með BS gráðu í sálfræði og eins til fjögra ára starfsreynslu með fötluðu fólki. Ein var með BA gráðu í þroskaþjálfafræðum að klára viðbótardiplómanám til starfsréttinda með sjö ára reynslu í störfum með fötluðu fólki. Margfalt grunnskeiðssnið yfir þátttakendur með stikkprufum var notað til að meta áhrif inngripsins á færni háskólanemanna til að framkvæma færnimiðaða boðskiptaþjálfun. Helstu niðurstöður voru að atferlismiðuð færniþjálfun bætti framkvæmd allra sex skrefa boðskiptaþjálfunar hjá öllum þátttakendum, þannig að rétt framkvæmd jókst úr 7,4% að meðaltali upp í 98% að meðaltali. Við mat á yfirfærslu á færni í boðskiptaþjálfun með nemanda í raunaðstæðum reyndist framkvæmdin að meðaltali 99% rétt. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að atferlismiðuð færniþjálfun sé árangursrík aðferð til að kenna háskólanemum færnimiðaða boðskiptaþjálfun í uppsettum aðstæðum og í raunaðstæðum. Þá var mat þátttakenda á félagslegu réttmæti þjálfunar hátt.

  • Útdráttur er á ensku

    Behavioral skills training is an evidence-based training method for teaching people new skills and has been used to teach caregivers and staff a variety of skills based on applied behavior analysis. The aim of this study was to use behavioral skills training in a role-play setting to teach three university students to perform six-steps skills-based functional communication training and evaluate the transfer of those skills to teaching a student with autism in a special school classroom. The university students were three women aged 24-26. Two of them were studying for a master's degree in applied behavioral analysis at the University of Iceland with a bachelor's degree in psychology and one to four years' work experience with disabled people. One had a BA degree in social education to complete an additional diploma program with seven years of experience working with disabled people. Multiple baseline probe design across participants were used to assess the impact of behavioral skills training (independent variable) on university students' skills to perform skills-based functional communication training (dependent variable). The main results demonstrate that behavioral skills training improved the implementation of all six steps of communication training for all participants, increasing correct implementation from 7.4% on average to 98% on average. When assessing the transfer of skills in communication training with a student in real-life situations, the implementation was on average 99% correct. These results suggest that behavioral skills training is an effective way to teach university students skills-based communication training in a role-play setting and real-time setting. In addition, participants' ratings indicated that the training had a high degree of social validity.

Samþykkt: 
  • 27.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraverkefni Bara Denny Ivarsdottir .pdf3.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_BDI.pdf111.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF