is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42460

Titill: 
 • Góð leiðsögn - gulls ígildi : upplifun og reynsla kennaranema og nýliða í kennslu af leiðsögn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er fjallað um þá leiðsögn sem annars vegar fimmta árs kennaranemar og hins vegar nýliðar í kennslu fá í þeim grunnskólum sem þeir starfa við. Markmið rannsóknar-innar er að varpa ljósi á þá leiðsögn sem fimmta árs kennaranemar og nýliðar í kennslu fá í þeim skólum sem þeir nema í eða starfa við.
  Rannsóknir hafa sýnt fram á að leiðsögn til kennaranema og nýliða í kennslu skiptir gríðarlega miklu máli og getur komið í veg fyrir ótímabært brottfall úr starfi fái þessi hópur leiðsögn og stuðning. Með breyttum áherslum í kennaranámi og tilkomu starfsnáms í kennslu, fimmta ársins, eiga kennaranemar rétt á leiðsögn frá aðila innan skólans og æskilegast er að hann sé menntaður leiðsagnarkennari, hafi lokið námi í Starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf við Háskóla Íslands.
  Rannsóknin fór fram í janúar og febrúar 2022 og var gagna aflað með hálfopnum viðtölum við átta viðmælendur, fjóra fimmta árs kennaranema og fjóra nýliða í kennslu, í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að flestir fimmta árs kennaranemar fá einhverja leiðsögn á starfsári sínu þó hún sé misjöfn milli skóla og einnig misjafnt hver veitir hana. Í fæstum tilfellum er hún veitt af menntuðum leiðsagnarkennurum. Nýliðar í kennslu njóta almennt lítillar leiðsagnar en sé hún til staðar er hún oftast í höndum æfingakennara sem eru að kenna í sama árgangi eða teymi og viðkomandi nýliði.
  Niðurstöður benda einnig til að hugmyndir viðmælenda um gagnlega leiðsögn séu að miklu leyti þær sömu. Flestir nefndu að skipulag mætti vera betra á leiðsögninni og gefa þyrfti tíma til að fá leiðsagnarkennara eða æfingakennara inn í kennslustund og einnig að kennaranemar og nýliðar fengju tækifæri til að fylgjast með kennslu hjá sér reyndari kennurum. Töldu þeir mikinn ávinning hljótast af slíku skipulagi. Einnig töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að festa fundartíma með leiðsagnarkennara, með því mætti koma í veg fyrir að þeir upplifðu að þeir væru sífellt að ónáða með spurningum og vangaveltum um eitt og annað sem upp kemur í kennslustarfinu.
  Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að bæta þurfi leiðsögn við kennaranema og nýliða í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Huga þarf betur að skipulagi, framsetningu og eftir-fylgni eigi leiðsögnin að skila tilætluðum árangri.

 • Útdráttur er á ensku

  This research paper deals with mentoring that fifth year student-teachers and novices recieve in the schools they are employed in.
  Research has shown that good mentoring for this group is extremely important and can prevent premature drop out. With changing of emphasis in teachers education and the introduction of internships, fifth year student-teachers are entitled to mentoring from a teacher within the school, preferably one that is educated in the field, having studied Mentoring and Educational Consultancy at the University of Iceland.
  The research took place in January and February of 2022 and the data was collected using qualitative research methods through semi-open interviews with eight participants in the metropolitan area of Reykjavík.
  The main findings are that all fifth-year student teachers receive some mentoring during their year of field studies, although there is some difference in that mentoring between both schools and the teahers doing the mentoring. In most cases it is not provided by qualified mentors. Novices generally receive little mentoring, but when available, it is usually in the hands of teachers who are either teaching in the same grade as the novice in question or in the same team of teachers.
  The findings also indicate that the participants' ideas about useful mentoring are largely identical. Most mentioned that the management of mentoring could be better and that time should be given to have a mentor teacher visiting the lessons and also that student teachers and novices should have the opportunity to observe the teaching of more experienced teachers. Most agreed that this structur would be greatly beneficial. They also talked about the need to have formal meetings with their mentors, so that they could be prevented from feeling that they were constantly annoying them with questions and speculations about one thing or another that arises in the educational field.
  From these findings it can be concluded that mentoring in schools needs to be improved. More attention needs to be paid to the organization, presentation and follow up of the mentoring if it is to yield the desired results.

Samþykkt: 
 • 27.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing í skemmu.pdf30.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Góð leiðsögn - gulls ígildi.pdf492.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna