Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42464
Markmið þessa lokaverkefnis er að gera námsefni úr þjóðsögum til að efla málþroska barna og að þau öðlist dýpri skilning á íslenskri menningu. Þjóðsögurnar eru menningararfur okkar sem geymir ríkt málfar sem hægt er að nýta til að dýpka og breikka orðaforða barna. Góð saga hefur einnig boðskap sem höfðar til okkar og hægt er að velta fyrir sér. Því er gaman að heyra hvernig börnin túlka þjóðsögurnar og útfæra þær í gegnum leik. Kennarar eiga að nýta fjölbreyttar leiðir til kennslu og hentar læsistengd skynjun vel til þess að nýta sköpunarkraft barnanna til að finna ólíkar leiðir til að skynja umhverfið. Með læsistengdri skynjun verða þjóðsögurnar sýnilegri fyrir börnin og þau öðlast meiri reynslu af atburðarásinni. Valdar voru átta sögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem henta börnum á leikskólaaldri. Reynt var að velja lítt þekktar þjóðsögur frá mismunandi landshlutum sem fela í sér einhvern boðskap. Sumar af þjóðsögunum voru illskiljanlegar og því endurskrifaðar á einfaldara máli. Námsefninu er þannig skipað: hver þjóðsaga eins og hún er skrifuð í endurprentun á útgáfu Jóns Árnasonar (2003), þjóðsagan endurskrifuð á einfaldari máta (ef það á við), orðaspjall, heimspekilegar samræður og kveikjur að vinnu með börnum út frá skynjun, sköpun og útinámi. Unnið var með hverja þjóðsögu í að minnsta kosti eina viku og hún sögð börnunum með leikrænum tilþrifum. Stuðst var við samræðulestur þar sem börnin voru hvött til að taka þátt í að segja söguna. Orðaspjallsaðferðin var notuð til að leggja inn orð. Orðin sem tilheyra millilagi orðaforðans eru feitletruð í textanum og útskýrð í orðaspjallskaflanum. Stuðst var við heimspekilegar samræður til að velta fyrir sér boðskap sögunnar. Þær setningar í textanum sem vekja upp spurningar eru skáletraðar og dæmi um spurningar í heimspekikaflanum. Að lokum koma kveikjur að verkefnum sem sýna hvernig hægt er að vinna þjóðsögurnar út frá læsistengdri skynjun.
The aim of this final project is to make study material from folktales in order to strengthen children‘s language development and for them to gain a deeper understanding of Icelandic culture. The folktales are our cultural heritage that contains rich language that can be used to deepen and broaden children‘s vocabulary. A good story also has a message that appeals to us and can be pondered. It is interesting to hear how the children interpret the folktales and implement them through play. Teachers should employ a variety of teaching methods and sensory integration with literacy is well suited to harnessing children‘s creativity to find different ways of percieving their environment. With sensory integration and literacy, the folktales become more visible to the children and they gain more experience of the storyline. Eight folktales were selected from Jón Árnarson collection of folktales, which are suitable for preschool children. Requirements for choosing folktales were that they had to be lesser known, from different parts of the country and they had to contain some sort of message. Some of the folktales were rewritten in simpler language. The study material is divided into the folktale as written in Jón Árnason new edition published in 2003, the folktale rewritten in a simpler way (if necessary), word discussion method (í. Orðaspjallsaðferð), philosophical conversation and triggers for work with children based on perception, creativity and outdoor education. The folktales were told to the children in a theatrical way and worked with for at least one week. Dialogic reading was used where children are encourages to take an active part in telling the tale. Words that are specifically introduced to the children belong to the middle layer according to the orðaspjallsaðferð and are in bold in the text and explained in the vocabulary section. The philosophical conversation was used to reflect on the message of the tales. The sentences in the text that raise questions are in italics and examples of questions in the philosphy section. Finally, there is a section with inspiration for projects that show how you may work with the folktales through sensory integration with literacy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinagerð um námsefni-Þjóðsögur fyrir börn-M.Ed.-Saga Hilma Sverrisdóttir.pdf | 1.58 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Námsefni-Þjóðsögur fyrir börn-M.Ed.-Saga Hilma Sverrisdóttir.pdf | 852.68 kB | Opinn | Námsefni | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 171.2 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Betra er að skoða námsefnið á heimasíðunni https://snjollborn.com/thjodsogur/