en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42467

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrifavald meirihlutamálsins. Staða vestfirskra framburðartilbrigða og viðhorf til þeirra
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er leitast við að gera grein fyrir vestfirskum framburðartilbrigðum, bæði hvað varðar stöðu þeirra og hvaða félagslegu þættir geta haft áhrif á tilbrigðin hjá málhöfum. Fjallað er um sögu mállýskurannsókna með áherslu á rannsókn Björns Guðfinnssonar á fimmta áratug síðustu aldar, Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) á níunda áratugnum og Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð (RAUN) um 2010. Í öllum þessum rannsóknum var lestraraðferð beitt. Auk sameiginlegs texta sem allir lásu voru notaðir mismunandi textar til þess að kalla fram mállýskueinkenni sem eru kennd við hvert svæði. Í þessari rannsókn eru 2 þátttakendur úr RÍN og 5 þátttakendur með búsetu á Vestfjörðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að vestfirska áherslan mælist einkum hjá þeim sem búa á Vestfjörðum en þó í frekar litlum mæli. Vestfirski einhljóðaframburðurinn var greindur eftir hljóðasambandi og samkvæmt þeim niðurstöðum kemur framburðurinn sterkast fram á sérhljóðunum /a/ og /ö/ á undan -ng- og -nk- hjá öllum þátttakendum. Hjá RÍN þátttakendunum mældist framburðurinn sterkari á /ö/ sem er í samræmi við fyrri þekkingu, þ.e. að einstaklingar virðist fremur viðhalda einhljóðaframburðinum á /ö/ frekar en /a/. Einnig kemur fram að RÍN-þátttakendurnir hafa dregið úr mállýskueinkennum frá því að þeir voru prófaðir á sínum tíma. Viðtölin benda til að þátttakendur hafi ekki dregið úr framburðinum meðvitað heldur hafi þetta gerst ómeðvitað. Þannig gefa niðurstöðurnar til kynna að vestfirsku tilbrigðin séu á áframhaldandi undanhaldi þar sem einstaklingar virðast ómeðvitað draga úr einkennunum og enginn þátttakandi mælist með hreinan vestfirskan einhljóðaframburð eða undantekningalausa vestfirska áherslu.

  • In this thesis the aim is to report on the dialects of the Western Fjords regarding their status and the effect of sociolinguistic factors on the language. The history of dialect reaserch in Iceland is addressed with a focus on the research of Björn Guðfinnsson in the fifth decade of the last century, Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) ‘Research on modern Icelandic’ in the ninth decade, and Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð (RAUN) ‘Real time change in Icelandic phonology and syntax’ around 2010. All of them used the so-called reading method. In addition to a general text that all participants were given to read aloud, different texts were administered to the participants in each dialect area. In this research, there were 2 participants from the RÍN project that have moved to the Reykjavík area, and 5 participants that reside in the Western fjords. The results show that one of the variable under investigation, the so-called Western stress, appears to mainly be in the language of those that live in the dialect area, and this dialect feature barely occured in the language of the RÍN participants. The other local variable under investigation, i.e. the pronunciation of monophthongs (as opposed to dipththongs) before palatal and velar nasals, was analyzed by different phonological environments. According to those results the dialect feature appears the strongest relating to the vowels /a/ and /ö/ before -ng- and -nk- among all the participants. The Western monophthong pronunciation was measured stronger on /ö/ than /a/ in the RÍN participants which is in line with earlier results, that is that people seem to rather preserve the monophthongal in /ö/ rather than /a/. The data shows that the RÍN participants have reduced their use of these particular local dialect features from what they did in RÍN. In the follow-up interviews, both RÍN participants reported that they did not consciously decide to decrease their use of the local pronunciation. Thus, the results indicate that the local pronunciation variables in the Western Fjords appear to be on their way out since the RÍN participants use them to a lesser degree than earlier and none of the participants have exceptionless Western monophthongal pronunciation or Western stress.

Accepted: 
  • Jun 29, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42467


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AhrifavaldMeirihlutamalsins.pdf346.09 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing.pdf423.78 kBLockedDeclaration of AccessPDF