Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42471
Mannfólkið er stöðugt að læra á lífsleiðinni og eru margar kenningar til sem útskýra nám og hvernig við lærum. Í þessu verkefni verða gerð kennslumyndbönd sem sýna framkvæmd á grunnæfingum/mynstrum á listskautum. Listskautar er frekar ung íþrótt á Íslandi og eru mjög fáir sem æfa listskauta miðað við aðrar íþróttir. En eins og staðan er í dag er aðeins hægt að nálgast teikningar af mynstrunum og er þetta því í fyrsta skipti sem framkvæmd þeirra er sett í formi myndbanda. Ekki verður greint frá niðurstöðum en þörf er á frekari rannsókn þar sem hægt væri að rannsaka hvort kennslumyndböndin auki skilning nemenda á framkvæmd þessara grunnæfinga. Til þess að rannsaka það þyrfti að vera með hóp sem fengi kennslumyndböndin og síðan samanburðarhóp sem fengju aðeins blöðin af mynstrunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Listskautar_kennsluefni.pdf | 3.15 MB | Lokaður til...31.05.2032 | Heildartexti | ||
Mynstur 4.mp4 | 483.2 MB | Lokaður til...31.05.2032 | Myndefni | MPEG Video | |
Yfirlysing_Solbrun_Erna.pdf | 948.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |