Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42472
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.ed. gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða fræðilega greinargerð og hins vegar námsbók. Námsbókin heitir Allt um hinseginleikann og í henni er fjallað um helstu hinsegin hugtök eins og kynhneigðir, kyntjáningu og kynvitund. Námsbókin er ætluð sem kennsluefni fyrir 8. bekk grunnskóla og er námsbókin unnin í forritinu Book Creator og verður því tiltæk sem rafbók. Þessi umfjöllun stuðlar að meiri þekkingu nemenda á helstu hugtökum hinseginleikans og getur þá mögulega dregið úr fordómum sem gætu myndast vegna vanþekkingar á efninu. Einnig er stiklað á stóru um réttindabaráttu hinsegin fólks ásamt umfjöllun um Stonewall uppþotið. Í greinagerðinni er farið yfir stöðu hinsegin nemenda í skólakerfinu, skóla án aðgreiningar með tilliti til hinsegin nemenda, jaðarsetningu, umfjöllun um gagnkynhneigðarhyggju og umfjöllun um að kenna viðkvæmt viðfangsefni. Einnig er fjallað um tengsl verkefnsins við Aðalnámskrá grunnskóla. Í lokin er farið yfir gerð námsbókar og innihald hennar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Agatha Alexandersdóttir - Yfirfarið.pdf | 390.29 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Lokaskil- Námsbók.pdf | 813.47 kB | Opinn | Námsbók | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 594.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing |