is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42474

Titill: 
  • Þjónusta fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda : aðkoma þroskaþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þjónusta fyrir ungmenni með fjölþættan vanda hefur lengi verið í umræðunni vegna skorts á úrræðum og virðist vera ríkjandi úrræðaleysi almennt í þessum málaflokki. Þjónustan hefur þó tekið miklum breytingum undanfarin ár og er í stöðugri þróun. Eftir að hafa unnið í þessum málaflokki í nokkur ár og verið barn í kerfinu sjálf er óhætt að segja að úrræðaleysið hefur verið ríkjandi allt of lengi. Lítið er um efni þar sem hægt er að lesa um öll þau úrræði sem í boði eru á einum stað fyrir fagfólk, aðstandendur barna og ungmenna með fjölþættan vanda og aðra áhugasama og því var mikilvægt að koma því í framkvæmd. Einnig er áhugavert að skoða hvernig aðkoma þroskaþjálfa getur bætt þjónustuna fyrir þennan hóp barna með sinni sérþekkingu og fagmenntun. Helstu niðurstöður eru að dregið hefur úr úrræðum eins og langtímameðferðarheimilum utan höfuðborgarsvæðisins og í staðinn beitt úrræðum eins og MST og Stuðninginn heim. Ýmis meðferðarúrræði hafa verið innleidd hér á landi síðastliðin ár sem byggja á því að styðja við börn með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra á þeirra eigin heimili. Einnig hefur verið útfært stuðningskerfi sem felst í ráðgjöf, handleiðslu og meðferð á vegum barnaverndarþjónustunnar í Reykjavík sem hefur skilað góðum árangri.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda; Aðkoma þroskaþjálfa.pdf328.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1) fyllt út.pdf193.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF