is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42481

Titill: 
  • Mynsturkennsl í ritun og rými : mynsturmiðað námsefni í íslensku og stærðfræði fyrir unglingastig grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skólastarf í grunnskólum, ef farið er eftir Aðalnámskrá, ætti að leggja áherslu á samþættingu greina, leiðsagnarnám, námsvitund nemenda og skapandi vinnu. Skipulag stærðfræði- og íslenskunáms á unglingastigi hefur minna haft þessa sýn að leiðarljósi en önnur stig grunnskólanna, og jafnvel aðrar greinar skólans. Vantar gott kennsluefni kennurum til stuðnings við slíka kennslu, svo ekki þurfi hver og einn kennari að finna upp hjólið. Höfundar bjuggu til slíkt námsefni; vefsíðu með verkefnum í stærðfræði og íslenskri málfræði með mynsturkennsl sem þema. Mynsturkennsl er geta okkar til að þekkja, greina og vinna með mynstur, og hefur hjálpað manninum að þróast sem sú vitsmunavera sem hann er. Mynsturkennsl viðkemur hegðun okkar og námi, og er lykilþáttur í stærðfræði og þróun tungumála. Því nýtir námsefnið sér mynsturkennsl til að nálgast stærðfræði- og málfræðikennslu í íslensku á sameiginlegum grundvelli, og er markmið þess að nemendur þjálfi með sér námsvitund, djúpa hugsun, þrautseigju og sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, ásamt því að glæða áhuga nemenda á stærðfræði og íslenskri málfræði og veita þeim tækifæri til að ræða þessar greinar og nálgast þær á sínum forsendum, sem hefur oft vantað á unglingastigi grunnskóla. Rannsóknir styðja mikilvægi kennslu þessara greina á þennan hátt. Vefsíðan sjálf inniheldur 13 verkefni, námsmat og kennsluleiðbeiningar ásamt hlekk að þessari greinargerð til frekari útskýringa og rökstuðnings.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mynsturkennsl - Andrea & Gná.pdf366.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Mynsturkennsl_ Kennsluleiðbeiningar.pdf582.75 kBLokaður til...25.05.2135FylgiskjölPDF
Námsmat (viðmið um árangur) - Sheet1.pdf56.52 kBLokaður til...30.05.2098FylgiskjölPDF
yfirlysing-andrea-og-gna-1.pdf275.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Verkefni (öll) - mynsturkennsl (1).pdf3.97 MBLokaður til...10.05.2139FylgiskjölPDF