Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42482
Lokaverkefni þetta samanstendur af greinargerð og fræðsluvefnum Allt á einum stað. Ástæður þess að viðfangsefnið kynfræðsla varð fyrir valinu eru margar. Misjafnlega er staðið að kynfræðslu eftir skólum og úrval námsefnis ekki upp á marga fiska. Það námsefni sem í boði er í dag getur verið nytsamlegt en margt þarf að uppfæra og taka mið af breyttum þörfum samtímans. Samfélagið er í stöðugri þróun og því mikilvægt að haga kynfræðslu eftir þeim breytingum og áskorunum sem eiga sér stað. Í greinargerðinni má sjá að kynfræðsla og skólamenning almennt, litast af gagnkynhneigðarviðmiðum og kynjatvíhyggju. Hinsegin nemendur eiga því oft erfitt með að spegla sig í námsefninu og skólaumhverfinu. Hinseginfræðsla hefur til að mynda ekki skipað stóran sess í kynfræðslu grunnskóla hingað til þrátt fyrir framsækna stefnu aðalnámskrár og menntastofnana. Tilgangur þessa verkefnis er skapa vettvang sem veitir ungu fólki mikilvægan fróðleik óháð kyni, kynhneigð eða kynvitund. Markmið greinargerðarinnar er að varpa ljósi á hvað telst til góðrar alhliða kynfræðslu og hvers vegna hún er mikilvæg. Vefsíðan Allt á einum stað miðar að því að veita unglingum aðgengilega alhliða kynfræðslu sem tekur mið af fjölbreytileikanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_final_2022.pdf | 307.83 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
yfirlysing_lokaverkefni.pdf | 1.1 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Skjáskot_lokaskil.pdf | 34.51 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |